Leita í fréttum mbl.is

Hrókurinn á 70. breiddargráðu!

Skákgleði á Grænlandi"Hér iðar allt af skáklífi. Krakkarnir eru himinlifandi og allir bæjarbúar hafa tekið okkur frábærlega," segir Róbert Harðarson, einn af leiðangursmönnum Hróksins í Ittoqqortoormit á Grænlandi.

Fjögurra manna vaskur hópur flaug frá Reykjavík á miðvikudag og  verður næstu vikuna á 70. gráðu norðlægrar breiddar að útbreiða fagnaðarerindi skáklistarinnar.

Skákkennslan byrjaði í dag, fimmtudag, í skólanum í þessu 500 manna samfélagi sem er nyrsta byggð á austurströnd Grænlands.

Um 120 börn eru í skólanum og þau  munu öll taka þátt í námskeiðum, fjölteflum og skákmótum á vegum Hróksmanna.

"Hér er 10 stiga frost núna og mesti snjór í manna minnum," segir Arnar Valgeirsson, leiðangursstjóri, sem hefur haft veg og vanda af skipulagningu leiðangursins. "Nú snýst allt um skák hérna og það mun bara aukast á næstu dögum!"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

-10 gráður ! Brrrrrrr.

Hér er bongóblíða og föstudagur þar að auki ( líka hjá ykkur I guess ) Allir úr Vin biðja kærlega að heilsa.

Gangi ykkur vel með að boða fagnaðarerindið !

Víkingurinn skilar sér kveðju til Arnars.

Við í Vin

björg (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 11:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Leiðangursmenn

,,Við erum ein fjölskylda"
,,Við erum ein fjölskylda"

Fréttir af landnámi skákarinnar og starfi Hróksins og Kalak á Grænlandi.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband