14.3.2008 | 14:36
Óviðjafnanlegur staður
Ittoqqoortormiit við Scoresbysund er óviðjafnanlegur staður og skartar nú sínu fegursta undir bjartri heimskautasólinni. Við komum hingað í fyrradag eftir magnaða þyrluferð frá alþjóðaflugvellinum í Nerlerit Inaat (Constable Pynt). Vart kæmi á óvart ef sá flugvöllur væri einangraðasti og minnsti alþjóðaflugvöllur í víðri veröld. Strax og við lentum urðum við varir við ógurleg snjóþyngsli og þau voru engu minni í Ittoqqoortormiit.
Snjórinn er að minnsta kosti þriggja metra djúpur og skaflarnir allt upp í fimm/sex metra þykkir. Mörg húsanna eru vart sjáanleg fyrir snjó. Dagana áður en við komum hafði líka verið hið versta veður. Ekki sást á milli húsa og börnin voru föst heima eins og skólastjórahjónin, þau Peter og Ulla, greindu okkur frá í fyrrakvöld. Þá fórum við í matarboð á heimili þeirra og báru hjónin fram dýrindis krásir grænlenskan lax og kjöt af sauðnauti.
Af þessu má sjá að við erum miklir aufúsugestir í þorpinu. Þau Arnar, Óli Kolbeinn og Íris vöktu auðsjáanlega mikla lukku hér í fyrra og allir vilja greiða götu okkar. Það fundum við í dag þegar við byrjuðum á skákkennslunni í grunnskólanum. Og á næstu dögum mun velvild þorpsbúa koma sér vel enda ætlum við okkur auk skákkennslunnar að standa fyrir þremur veglegum skákmótum og stóru fjöltefli þar sem börnin í grunnskólanum munu reyna að vinna Róbert Harðarson. Hann ætlar líka að tefla blindskák við Paulus blindan pilt sem fer um allt á hundasleða sem alsjáandi væri og lætur sjónleysið ekki aftra sér frá taflmennsku.
Og ekkert mun aftra okkur frá því að halda hér glæsilega og vel heppnaða skákhátíð. Slíkur er áhuginn í þorpinu að annað er óhugsandi.
Með heimskautakveðju,
Þórður
Færsluflokkar
Spurt er
Tenglar
Grænlandsvinir
- Kalak Vinafélag Íslands og Grænlands
- Flugfélag Íslands Taktu flugið
- Penninn Styður starf Hróksins og félaga á Grænlandi!
- Íslenskt grænmeti Styður starf Hróksins og félaga á Grænlandi
- Henson Laaangflottastur!
- Bónus
- Cintamani Flottar flíkur í fimbulkulda
- Sögur útgáfa
- Actavis Hagur í heilsu
- Ísspor Verðlaunagripir
- Atlantsolía
- Fjallið Hvíta
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.