14.3.2008 | 14:43
Skákveisla í uppsiglingu
Börnin í grunnskólanum í Ittoqqortoormiit bíða spennt eftir að sunnudagurinn renni upp. Ekki bara af því að þau verða komin í páskafrí heldur líka af því að þá hefst skákhátíðin formlega en opið hús verður í skólanum frá klukkan 14. Massív kennsla verður, auk þess sem skákmeistarinn meðal ferðalanga (þó hinir þrír kynni sig sem sjení líka), Róbert Harðarson, ætlar að taka fjöltefli við alla sem láta sjá sig.
Farið var í gegnum grunnatriði skáklistarinnar í nokkrum bekkjum í gær og í dag verður því fram haldið, auk þess sem félagsmiðstöð ungmennanna hér, Umimaq eða moskuxinn, verður heimsótt, og riddarar og drottningar kynntar til sögunnar, auk hróksins auðvitað en skákfélagið á staðnum heitir einmitt Tårnet, eða Hrókurinn. Félagið var stofnað fyrir réttu ári síðan, og er ætlunin ad virkja þad enn frekar. Þó eru margir sem tefla heima hjá sér og börnin eru æst í að vera með. Margir krakkar, sem og fullorðnir, eignuðust sett í fyrra auk þess sem skilin voru eftir yfir tuttugu skáksett í skólanum.
Það hefur ekki verið svo mikill snjór í bænum síðan 1970, fólk þarf að byrja á að moka af þakinu til að gera svo göng að dyrunum. En allir eru glaðir því ferðalangar tóku sólina með sér á svæðið og heiðursfélagi Hróksins númer 11, hinn blindi Paulus Napatoq, ætlar að taka þátt í skákhátíðinni af fullum krafti.
Þess má geta að Þórður og Andri sýndu snilldartakta við innpökkun páskaeggja, þar sem aðeins sex egg af 140 brotnuðu í flutningunum. Enda fóðruð í dagblöð og búbbluplast. Páskaeggin eru gjöf frá sælgætisgerðinni Góu til barnanna í Ittoqqortoormiit og þeim verða gerð góð skil.
Fram til sigurs.
Arnar.
Færsluflokkar
Spurt er
Tenglar
Grænlandsvinir
- Kalak Vinafélag Íslands og Grænlands
- Flugfélag Íslands Taktu flugið
- Penninn Styður starf Hróksins og félaga á Grænlandi!
- Íslenskt grænmeti Styður starf Hróksins og félaga á Grænlandi
- Henson Laaangflottastur!
- Bónus
- Cintamani Flottar flíkur í fimbulkulda
- Sögur útgáfa
- Actavis Hagur í heilsu
- Ísspor Verðlaunagripir
- Atlantsolía
- Fjallið Hvíta
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.