Leita í fréttum mbl.is

Fjöltefli á ísbjarnaslóðum

 

godurgranniOpið hús var í grunnskólanum í Ittoqqortoormiit í dag, sunnudag, og mættu hátt í sjötíu manns. Gríðarlegur áhugi skein úr augum barnanna, og reyndar þeirra fullorðnu líka, og var þegar hafist handa við taflmennskuna.

Þegar allir voru orðnir heitir tefldi skákmeistari ferðarinnar, Róbert Harðarson, fjöltefli við rúmlega 50 manns, mest börn og unglinga en þónokkra fullorðna einnig.

Upphafsskákin var við skólastjóra grunnskólans og hjálparhellu Hróksmanna, Peter von Staffeldt, sem finnst mikið koma til starfs Hróksins á Grænlandi.


Peter gaf reyndar þegar hann var kominn í töluverð vandræði en flestir börðust fram í rauðan dauðann, nema þeir sem náðu jöfnu við meistarann með glæsilegri frammistöðu. Sú fyrsta var hún Gudrun litla, vinkona okkar frá í fyrra, 7 ára gömul.

Alls náðu 8 jöfnu við Róbert, að vísu þrjú lítil börn en aðrir vegna flottrar frammistöðu. Þeirra á meðal var Paulus Napatoq, hinn sextán ára blindi snillingur sem mun tefla blindskák á morgun við Róbert.


Paulus fór með ferðalanga í 15 km og þriggja tíma hundasleðaferð í gær út á Kap Tobin, þar sem veiðimenn hafa bækistöð, í ótrúlega góðu veðri þar sem kuldinn reyndar beit nokkuð. Ísbirnir hafa nokkuð verið að gera fólki lífið leitt á þessari leið undanförnu en Paulus var með riffil með.

Þegar íslenskir skákmenn sögðust lítið kunna að fara með svoleiðis sagði hann það í lagi því hann kynni á riffilinn sjálfur! Sérstakur aðstoðarnaður í ferðinni var litli bróðir hans, Jósef sem er 12 ára.


Skákhátíðin hófst auðvitað með kennslu í skólanum tvo síðustu dagana fyrir páskafrí, en byrjaði með látum í dag og tvö mót verða haldin á morgun og eitt á þriðjudag. Kennsla var einnig í félagsheimili unglinganna á föstudeginum, Umimmak eða Moskuxanum, en skólastjórahjónin buðu einmitt upp á moskuxasteik strax fyrsta kvöld Hróksmanna í bænum.

Hafa þau boðið upp á grænlenskan hátíðarverð á morgun þar sem selur og loðna koma við sögu, ásamt ísbjarnarkjöti, svo tilhlökkunin er mikil.


Allur aðbúnaður er til mikillar fyrirmyndar, ferðalangar hafa yfir heilu húsi að ráða sem er reyndar yst í bænum, þar sem einn ísbjörn gekk um fyrir stuttu og bauð sér í heimsókn í bæinn. Hinir islensku ferdalangar treysta á að hundarnir, sem eru nánast um allan bæ, láti vita sé önnur heimsókn fyrirhuguð.


Formaður skákfélagsins Tårnet i Ittoqqortoormiit, Knud Eliassen, hefur verið öflugur við allt utanumhald og mun stjórna skákmótum á morgun og hinn. Þýðir hann yfir á grænlensku fyrir litlu börnin og er ómissandi við skákstarfið hér.


Skákin hefur gjörsamlega tekið yfir í bænum og allir eru með sælusvip.


Fram til sigurs!
Arnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Leiðangursmenn

,,Við erum ein fjölskylda"
,,Við erum ein fjölskylda"

Fréttir af landnámi skákarinnar og starfi Hróksins og Kalak á Grænlandi.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband