Leita í fréttum mbl.is

4. ágúst, 2008

 

_LPS4391

 

Þessa flottu mynd af henni Önnu í Kulusuk, besta trommudansara austurstrandar Grænlands, tók hinn mikli meistari Lars-Peter Stirling, skólastjóri í Kulusuk.

Hann hefur verið Hróknum innan handar í ferðum undanfarinna ára og komið með börnunum frá minni byggðum austurstrandarinnar tvö sl. haust, þegar þau koma í boði Hróksins og Kalak, vinafélags Íslands og Grænlands, búa í Kópavogi og ganga þar í skóla í 12 daga.

Þau tefla að sjálfsögðu og fara í ýmsa leiðangra en þau læra að synda, skella sér í laugina tvisvar á dag, takk fyrir. Aðeins er ein sundlaug á Grænlandi og hún er í Nuuk, höfuðborginni á vesturströndinni.

Næsti leiðangur Hróksins hefur verið ákveðinn 4. - 11. ágúst. Þá mun sendinefnd dvelja í Kummiut, Kulusuk og Tasiilaq. Greenland Open verður svo haldið helgina 9.-12. ágúst í Tasiilaq.

Skákfélagið Löberen, eða Biskupinn, í Tasiilaq, er algjörlega í startholunum með að taka á móti Hróksfólki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Leiðangursmenn

,,Við erum ein fjölskylda"
,,Við erum ein fjölskylda"

Fréttir af landnámi skákarinnar og starfi Hróksins og Kalak á Grænlandi.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband