Leita í fréttum mbl.is

Litið um öxl - og fram á veginn

Ferð hinnar fjögurra manna sendinefndar Hróksins til Ittoqqortoormiit tókst með afburðum vel. Ekki verður annað séð en að þetta nyrsta byggða ból austurstrandar Grænlands sé orðið magnaðasti skákbær norðurheimskautsins.

Í það minnsta eru ekki mörg skákfélög starfandi mikið norðar en þarna við Scoresbysundið, en Tårnet (Hrókurinn), fagnar einmitt eins árs afmæli sínu um þessar mundir og stöndum við í þeirri trú að virk starfsemi verði hjá félaginu næstu mánuði og ár. Peter von Staffeldt, skólastjóri grunnskólans á staðnum og kona hans hún Ulla, helstu hjálparhellur Hróksmanna í ferð þessari, voru heilluð af þátttöku barnanna - sem reyndar komin voru í páskafrí – og í skólanum verður teflt á næstunni, það er deginum ljósara.

Ekki nóg með það, þá eignaðist skákfélagið Hrókurinn heiðursfélaga númer 12, sjálfan formanninn í Tårnet, Knud Eliassen, sem hélt öruggum höndum um þrjú skákmót í samvinnu við Hróksmenn og var nánast þrjá daga í páskafríinu sínu í skólanum, þar sem hann einmitt kennir.

knud eliassen Knud var heiðraður sérstaklega og tekinn í hóp heiðursfélaga, þar sem fyrir eru m.a: Össur Skarphéðinsson, Jóhannes í Bónus, Patty Smith, tónlistarhetja, Árni Höskuldsson, gullsmiður og fleira gott fólk, ekki síst hann Paulus Napatoq, heiðursfélagi númer ellefu. Titilinn hlaut hann í fyrra þegar hann, þá fimmtán ára og blindur, lærði mannganginn á örskömmum tíma og byrjaði að tefla sem ekkert væri. 

c_documents_and_settings_administrator_my_documents_ittoqqortoormiit_2008_gla_ur_sigurvegarin_a_60_manna_moti_kenntPaulus gerði sér lítið fyrir og varð annar í fyrsta mótinu, Glitnismótinu, tók þátt í því öðru, Húsasmiðjumótinu, en kom of seint og náði því ekki á pall. Hann hinsvegar stóð uppi sem sigurvegari, með fimm vinninga af fimm mögulegum, í fjölmennasta skákmóti sem haldið hefur verið á 70. breiddargráðu, Klæðningarmótinu. Klæðning ehf. styrkti ferð Hróksins fjárhagslega og ríflega sextíu manns tóku þátt í mótinu. 

snjór og sleðiVeðrið skartaði sínu fegursta þegar sendinefndin mætti á svæðið, nánast logn, sólin eitthvað að glenna sig og ellefu stiga frost. Vetrarhörkurnar hafa verið ógurlegar þennan veturinn og talað var um að ekki hafi snjóað svo mikið og svo lengi síðan 1971. Fólk hefur verið fast innandyra svo dögum skiptir í vetur og húsin bókstaflega farið á bólakaf.

Ferðalangar upplifðu eitthvað nýtt, dag eftir dag: Þyrluferðirnar, vélsleðaferð með veltu, allur þessi ótrúlegi snjór og matarveislurnar, ekki síst hjá skólastjórahjónunum þar sem boðið var upp á ísbjarnarkjöt, sel, náhvalshúð og spik, þurrkaða loðnu og moskuxa. Að fá að upplifa þetta magnaða þorp þar sem styttra er til Íslands en í næsta bæ og það arnar, þórður og joseffrábæra fólk sem þarna býr.

Hundasleðaferðin á ísbjarnaslóðir, með Paulusi hinum blinda og bróður hans Josef yfir í veiðimannaþorpið Kap Tobin er eitthvað sem aldrei gleymist. Þegar Paulus birtist með riffilinn á bakinu varð ferðalöngum á orði að þeir væru ekki lunknir að fara með riffil. Paulus sagði það í góðu lagi því hann kynni alveg á hann. Og hefur reyndar þurft að nota, þegar hann einn á ferð með hundunum sínum mætti ísbirni langt frá mannabyggð.

En að næstum fjórðungur íbúa bæjarins hafi komið og fengið að kynnast skákgyðjunni og þar af ríflega helmingur barnanna í hinu einangraða Ittoqqortoormiit er langstærsta upplifunin og gefur svo sannarlega fögur fyrirheit. 

hundarnir í forgrunni, séð yfir bæinn og ísi lagt scoresbysundiðVeðurfarið var glimrandi fínt í heila viku, stundum svolítið kallt, upp í mínus 20, og þegar Hróksmenn bjuggust til brottfarar skall á með þvílíkum hríðarbyl að ekki var hundi út sigandi. Sem kannski er ekki rétt því þeir tugir ef ekki hundruðir hunda sem þarna eru, koma ekki inn fyrir húsdyr mestan hluta ævinnar, eru úti hvernig sem viðrar, allan ársins hring.

Þannig að heimferðin tafðist aðeins. 

 

Þetta var tólfta ferð Hróksins til Grænlands og hefur austurströndinni verið sérstaklega sinnt, þar sem þar eru félagsleg vandamál meiri en annarsstaðar og fátækt veruleg víða. Lítið er um að vera fyrir börnin en þau hafa svo sannarlega tekið skákinni fagnandi og nú eru tvö skákfélög starfandi þar, Löberen eða biskupinn í Tasiilaq á Ammassaliqsvæðinu og Tårnet í Ittoqqortoormiit.

Þegar Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins, fékk þá flugu í haus að færa skákina til Grænlands, þar sem hún hafði legið í dvala í mörg hundruð ár, hefur varla nokkrum dottið í hug það starf sem farið hefur þarna fram undanfarin ár. Kalak, vinafélag Íslands og Grænlands hefur svo komið að Grænlandsferðunum hin síðari ár og samskipti landanna eflst til mikilla muna, m.a. hafa hátt í fimmtíu börn, á tólfta ári,  komið í tveimur ferðum til Íslands, gengið í skóla í Kópavogi í rúmlega viku og lært að synda. 

 

Einstaklingar og fyrirtæki hafa stutt dyggilega við starf Hróksins undanfarin ár. Klæðning styrkti ferð þessa og Glitnir  Borgarleikhúsið Henson og Húsasmiðjan sáu til þess að allir þátttakendur fengju vinninga auk þess sem Góa  gaf grunnskólabörnunum páskaegg, en ríflega hundrað stykki voru með í för.Flugfélag Íslands hefur verið Hróknum ótrúleg hjálparhella frá upphafi.

Sendinefndina skipuðu að þessu sinni þeir: Róbert Harðarsson, Þórður Sveinsson, Arnar Valgeirsson og Andri Thorstensen sem tók ekki bara þessar myndir hér, heldur á þriðja þúsund til viðbótar.... 

Fram til sigurs.

AV

 Endilega klikkaðu á myndirnar og sjáðu þær stórar.

litadýrð í snjónum Þó hvítt væri yfir öllu þá vantaði ekki litadýrðina á þessum óviðjafnanlega stað. Fegurðin er algjörlega engu lík.

 

 

róbert í fjöltefli við 50 mannsRóbert Harðarson, Fide meistari, tefldi fjöltefli við fimmtíu manns á sunnudegi. Sendinefnd Hróksins fékk skólann til afnota í páskafríi nemenda (og kennara) og ekki vantaði heimsóknargesti.

 

     

alltaf eitthvað spennandi að gerast

  Börnin voru svo sannarlega glöð með Glitni á Glitnismótinu, klædd í boli og í rífandi stuði.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Til hamingju með þessa stórskemmtilegu innleiðingu skákarinnar á Grænlandi. Gaman hvað þetta hefur gengið vel.

Hrannar Baldursson, 25.3.2008 kl. 23:17

2 Smámynd: Hin Hliðin

Þetta hefur verið stórkostlegt og það er ekki laust við að maður finni fyrir smá öfund.

P.s. myndirnar eru frábærar.

Hin Hliðin, 26.3.2008 kl. 08:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Leiðangursmenn

,,Við erum ein fjölskylda"
,,Við erum ein fjölskylda"

Fréttir af landnámi skákarinnar og starfi Hróksins og Kalak á Grænlandi.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband