24.4.2008 | 01:38
aðeins yfir farinn veg... nokkrar myndir og þakkir til styrktaraðila
Börnin í Ittoqqortoormiit svo sannarlega glöð með Glitni.
Þegar master Andri ljósmyndari tekur tvöþúsund myndir í leiðangri er auðvitað nauðsynlegt að koma einhverjum á framfæri.
Næsta ferð verður farin, eins og fram hefur komið, þann fjórða ágúst nk. Svo leiðangursfólk Hróksins komist þessar ferðir, þar sem markmiðið er að gera líf barnanna á austurströnd Grænlands örlítið innihaldsríkara, auk þess sem samskipti landanna eru bætt verulega, er nauðsynlegt að fá stuðning frá fyrirtækjum. Í ferðinni um páskana voru það Klæðning ehf, Glitnir, Húsasmiðjan, Henson, Borgarleikhúsið og Góa sem gerðu Hróksfólki kleyft að fara þessa ferð og færa börnunum góðar gjafir auk þess að ávallt fengu allir þátttakendur vinninga.
Allir vinna, enginn tapar og gleðin skín úr ungum og frísklegum andlitunum.
Ungir og eldri með á Húsasmiðjumótinu...
Leiðangursmenn þakka þann stuðning sem sýndur var og gerði þetta ævintýri að veruleika, ævintýri fyrir hina íslensku sendinefnd, og ekki síður fyrir íbúa hins einangraða Ittoqqortoormiit, þar sem 530 manns búa og ferðast ekki mikið því einn vegur liggur um bæinn og nær ekki lengra en upp á þyrlupall. 50 km ferð með þyrlu er nauðsynleg á Nerleriit Inaat, einn minnsta alþjóðaflugvöll í heimi og svo eru "aðeins" 800 km í næsta bæ sem er Kulusuk. Reyndar styttra að fara á Þingeyri....
en að ævintýri hafi þetta verið má svo sannarlega sjá á síðu grunnskólans í þorpinu.
Tasiilaq (Ammassalik), Kuummiut og Kulusuk verður sinnt í sumar. Eins vel og mögulegt er.
Svo að síðustu má hér sjá þetta magnaða þorp þar sem Andri náði þessari ótrúlega fínu mynd. Þessi vetur hefur svo sannarlega verið snjóaveturinn mikli á Grænlandi, sérstaklega á austurströndinni og sá mesti á þessum slóðum í 37 ár. Hetjur sem búa þarna.
Bara að klikka á hana og sjá alla dýrðina.
Færsluflokkar
Spurt er
Tenglar
Grænlandsvinir
- Kalak Vinafélag Íslands og Grænlands
- Flugfélag Íslands Taktu flugið
- Penninn Styður starf Hróksins og félaga á Grænlandi!
- Íslenskt grænmeti Styður starf Hróksins og félaga á Grænlandi
- Henson Laaangflottastur!
- Bónus
- Cintamani Flottar flíkur í fimbulkulda
- Sögur útgáfa
- Actavis Hagur í heilsu
- Ísspor Verðlaunagripir
- Atlantsolía
- Fjallið Hvíta
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.