Leita í fréttum mbl.is

Fjórði ágúst

 

Þá er aðeins mánuður þangað til Hrókurinn sendir leiðangur í þrettánda sinn til Grænlands. Ekki þarf að kynna skákgyðjuna fyrir íbúum Ammassaliq svæðisins en að sjálfsögðu er bæði gott og gaman að hitta þetta magnaða fólk aftur og halda úti smá veislum við skákborðið.

Þau hjá skákfélaginu Löberen eða Biskupinn i Tasiilaq gleðjast að sjálfsögðu jafnan við komu hinna íslensku sendinefnda og alltaf bætast við fleiri börn, nú líka fullorðnir, við hóp skákiðkenda við hverja heimsókn.

Ferðin verður semsagt frá mánudeginum 4. ágúst til þess 11. þegar heim verður komið. Undirbúningur er hafinn og einhverjir munu dveljast í Kulusuk fyrstu dagana, í góðu yfirlæti hjá skólastjóranum Lars Peter Stirling, hinum mikla snillingi. Börnin þar verða algjörlega himinlifandi við tilbreytinguna og eru ótrúlega dugleg og áhugasöm.

Að sama skapi munu hinir Kátu Biskupar úr Hafnarfirðinum, undir styrkri forystu Þórðar Sveinssonar, halda til Kuummiut og halda uppi fjörinu þar fyrstu dagana. Þar er náttúrufegurðin mögnuð og Sigurður Pétursson, ísmaðurinn, hefur verið hin mesta hjálparhella þar um slóðir enda búsettur í þorpinu.

tasiilaq þungbúið Í Tasiilaq, stærsta bæ Austurstrandarinnar verða liðsmenn að sjálfsögðu allan tímann og öll hersingin hittist svo þar fimmtudaginn 7. ágúst og verður skákhátíð þar alla þá helgina. Forystuhlutverki í þeim bæ gegnir Stefán Herbertsson, fyrrum formaður Kalak, vínafélags Íslands og Grænlands, enda þekkir hann þar hverja þúfu og flesta bæjarbúa einnig.

Ekki er alveg loku fyrir það skotið að boðið verði upp á tónlistarveislu af bestu gerð þar á bæ.

Árið 2003 fór fyrsti leiðangur Hróksins til Suður Grænlands en síðan þá hefur verið farið ellefu sinnum til Austurstrandarinnar.

Benda má á síðuna http://hatid2008.blog.is/blog/hatid2008/ þar sem Grænlandsfarar ásamt fleiri skákáhugamönnum sameinuðust í minningarmóti um Pál Gunnarsson, einn af þeim sem hófu ferðir þessar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Leiðangursmenn

,,Við erum ein fjölskylda"
,,Við erum ein fjölskylda"

Fréttir af landnámi skákarinnar og starfi Hróksins og Kalak á Grænlandi.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband