10.11.2006 | 18:11
Leiðangur Hróksins og félaga til Austur-Grænlands
Laugardaginn 11. nóvember fer leiðangur á vegum Hróksins og félaga til Grænlands. Þrjú þorp á austurströndinni verða heimsótt næstu vikuna, efnt til kennslu í skólum og skákviðburða, auk þess sem heill árgangur barna á þessu svæði fær taflsett að gjöf.
Leiðangursstjóri er Stefán Herbertsson, formaður Kalak - vinafélags Íslands og Grænlands, og liðsmenn eru Ólafur Kolbeinn Guðmundsson, Íris Randversdóttir, Kristinn Einarsson, Björn Karlsson og Hrafn Jökulsson.
Flogið verður frá Reykjavíkurflugvelli til Kulusuk, og leggur Flugfélag Íslands til farmiða leiðangursmanna en FÍ hefur frá upphafi stutt ötullega við skáklandnám Hróksins á Grænlandi. Safnað var fyrir öðrum kostnaði við leiðangurinn með Maraþoni Vodafone og Hróksins í Kringlunni um sl. helgi, en þá tefldi Hrafn Jökulsson 250 skákir á 34 klst.
Í Kulusuk mun sjöundi liðsmaðurinn bætast í hópinn: Sigurður Pétursson veiðimaður og skipstjóri, sem býr í þorpinu Kuummiit.
Þau Ólafur og Íris verða í Kulusuk, Stefán, Björn og Hrafn verða í Tasiilaq og Kristinn siglir áfram með Sigurði til Kuummiit. Skákvika verður í grunnskólum þorpanna þriggja, og í lokin verður efnt til skólaskákmóts í Tasiilaq.
Um 70 börn á austurströndinni fá nú taflsett að gjöf, auk glaðnings frá vinum á Íslandi. Penninn, Vífilfell, Nói Síríus, Glitnir og fleiri leggja til verðlaun og vinninga.
Leiðangursmenn munu blogga á www.godurgranni.blog.is/ og setja inn ljósmyndir eftir föngum.
Færsluflokkar
Spurt er
Tenglar
Grænlandsvinir
- Kalak Vinafélag Íslands og Grænlands
- Flugfélag Íslands Taktu flugið
- Penninn Styður starf Hróksins og félaga á Grænlandi!
- Íslenskt grænmeti Styður starf Hróksins og félaga á Grænlandi
- Henson Laaangflottastur!
- Bónus
- Cintamani Flottar flíkur í fimbulkulda
- Sögur útgáfa
- Actavis Hagur í heilsu
- Ísspor Verðlaunagripir
- Atlantsolía
- Fjallið Hvíta
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 1572
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.