Leita í fréttum mbl.is

Kúlusúkk- klárlega málið!

Kulusuk, laugardaginn 11. nóv 2006

Jæja, þá er leiðangurinn aldeilis kominn á fullt skrið!
Á Reykjavíkurflugvelli byrjuðum við á því að heiðra prófessor Ágúst Einarsson, enda engin vanþörf á! Þá tók við tveggja tíma flug til Kulusuk flugvallar, en þar tóku á móti okkur Nauja Boassen, sem hafði verið túlkur Kátu biskupanna í hinum fræga Kuumiiut-leiðangri í ágúst, og Lars Peter skólastjóri í Kulusuk. Við tók hálftíma gangur frá vellinum í bæinn. Stefán Herbertsson reddaði póstbílnum undir farangurinn. Við skunduðum rakleiðis niður á höfn, þar sem hinn alræmdi Ísmaður (Sigurður Pétursson) beið okkar og fylltum bátinn hans af skákbúnaði og öllu því nauðsynlega góssi sem svona fyrirtæki þarf á að halda. Þvínæst vorum við boðin í te og kex til Lars Peter, sem sýndi okkur m.a ótrúlega hræðilega grænlenska gestaþraut sem enginn náði að ráða fram úr. (Þ.e að sjálfsögðu að Stefáni Herbertssyni undanskildum, en hann er refur og hefur sjálfsagt fengið lausnina hjá heimamönnum með einhverjum bellibrögðum) Að þessu loknu fórum við í skákhöllina og tókum púlsinn á birgðastöðunni, hentum því sem upp á vantaði í flaggskip skákinnrásarinnar; "Þyt". Þar kvöddu þeir Stefán, Björn og Kristinn, enda ekki stætt á því að hangsa í verkefni af þessu tagi! Munu þeir Stefán og Björn hafa ætlað til Taasilaq í frægðarferð til dýrðar skákgyðjunni, en Kristinn til Kuumiiut að vinna glæsta sigra! Við Íris urðum eftir í Kulusuk. Lars Peter hafði boðið okkur gistingu og tók nú við dýrindisveisla, enda komumst við fljótlega að því að Lars Peter kann ekkert að kokka nema einhverja snilld. Íslenska listakonan Ráðhildur snæddi með okkur, en hún dvelur í Kulusuk meðan verkefni hennar stendur yfir: að kvikmynda drauma fólks! Fórum við Íris nú fljótlega að leggja drög að okkar eigin draumförum.

OKG 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Leiðangursmenn

,,Við erum ein fjölskylda"
,,Við erum ein fjölskylda"

Fréttir af landnámi skákarinnar og starfi Hróksins og Kalak á Grænlandi.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband