Leita í fréttum mbl.is

Líf og fjör í kulusuk; en Dauðinn aldrei langt undan

Kulusuk, sunnudagur 12.nóvember. 2006

Fórum snemma á fætur að grænlenskum tíma en heldur seint að íslenskum, tímamismunurinn er 3 tímar. Byrjuðum daginn á því að þiggja brauð og kaffi af höfðingjanum Lars Peter. Því næst var komið að fóðra hundana, en Lars gefur sínum níu hundum annan eða þriðja hvern dag. Sumstaðar er þeim ekki gefið nema einu sinni í viku. Ein tíkin hans er með mánaðargamla hvolpa og það sorglega blasti við að einn af fjórum hafði dáið um nóttina. En það voru  aldeilis fagnaðarlætin þegar hundarnir sáu í hvað stemmdi. MATUR! Ýlfrið og lætin voru þvílík, lá við blóðugum slagsmálum. Meira að segja litlu hvolparnir voru farnir að færa sig uppá skaftið.
Eftir herlegheitin með hundunum fórum við Óli í göngutúr um bæinn að bjóða góðan daginn. Fengum iðulega vinalega kveðju á móti.  Skunduðum niður á höfn og þar blasti við fengur dagsins, risaselurinn Snorri, ætli hann hafi ekki verið hátt í tveir metrar að lengd og ca 2x Óli í dúnúlpu að þykkt. Þvílíkt flykki! Tókum röltið frá höfninni og í gegnum bæinn. Hér er lítið um barnavagna eða kerrur, fólk notar snjóþotur og sleða, og ef þú rekst á kerru þá er hún á hvolfi grafin í fönn. Áfram héldum við og komum að sjónum hinum megin frá. Þar voru tveir ungir menn þesslegir að þeir ætluðu á veiðar, og jafn vel nýkomnir af veiðum líka því það var blóði drifin slóð frá sjónum og upp að landi. Hófst nú mikill undirbúningur fyrir skákkennslu mánudagsins.

 

ÍAR 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Leiðangursmenn

,,Við erum ein fjölskylda"
,,Við erum ein fjölskylda"

Fréttir af landnámi skákarinnar og starfi Hróksins og Kalak á Grænlandi.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband