13.11.2006 | 19:10
Hlýir straumar í Tasiilaq
Síðla laugardags sigldum við frá Kulusuk áleiðis til Tasiilaq. þegar komið var til Tasiilaq fengum við smá smjörþef af grænlensku tímaskyni, við þurftum að bíða fjórar klukkustundir fyrir utan höfnina vegna þess að síðasta olíuskip sumarsins var að losa og höfnin lokuð. Við komumst að lokum upp að bryggju, þar biðu John Cristiansen og fjölskylda hans eftir okkur. Þau sáu um að keyra okkur og allt okkar hafurtask í íbúðina sem þau höfðu útvegað okkur.
Sunnudagurinn fór í að koma sér fyrir og seinnipartinn sigldi Kristinn ásamt túlknum okkar henni Nauju og ísmanninum til Kuummiut.
Við Björn létum fara vel um okkur og bjuggum okkur undir kennslu mánudagsins.
Manudagurinn rann upp veðrið stillt og smá snjókoma. Í skólanum var okkur tekið með kostum og kynjum. Við tókum þegar til óspilltra málanna og hófum kennsluna og gekk bara vel.
Í hvert sinn sem við birtumst var okkur tekið með gleðiópum og fögnuði. Þegar við höfðum kynnt okkur með "Stefani-mi aterqapua , Björni-mi aterqapit" braust út hlátur vegna okkar klaufalegu tilraunum við að tala grænlensku.
Hvar sem við komum var okkur heilsað með hlýum handaböndum og faðmlögum, það er ljóst að við erum auðfúsugestir hér í Tasiilaq.
Í samtali við einn af sérkennurunum í sérkennslubekkjunum kom fram að sálfræðingarnir eru alveg hissa á að börnunum gengur vel að læra að tefla þó að þau nái litlum árangri í öðrum fögum.
Skák er góð
Færsluflokkar
Spurt er
Tenglar
Grænlandsvinir
- Kalak Vinafélag Íslands og Grænlands
- Flugfélag Íslands Taktu flugið
- Penninn Styður starf Hróksins og félaga á Grænlandi!
- Íslenskt grænmeti Styður starf Hróksins og félaga á Grænlandi
- Henson Laaangflottastur!
- Bónus
- Cintamani Flottar flíkur í fimbulkulda
- Sögur útgáfa
- Actavis Hagur í heilsu
- Ísspor Verðlaunagripir
- Atlantsolía
- Fjallið Hvíta
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.