15.11.2006 | 03:20
Heldur bjartara yfir bænum Kuummiut
Thad var heldur en ekki bjart og fagurt um ad litast i Kuummiut í dag ad morgni thridjudagsins 14. nóvember, thegar brølt var á fætur í dagrenningu i húsi Sigurdar Péturssonar og hans ágætu konu, Mørtu Qupersimat. Thar sem kennsla gat ekki hafist fyrr en eftir venjulegann skóladag, var, eftir ad hafa snætt morgunmat ad hætti hérlendra farid í ýmislegt sýsl med gestgjafanum, huga ad bátum og sækja gas til heimilishalds auk annarra útréttinga smálegra.
Thá var tekid til vid ad kanna bæinn i sólskininu, var búinn ad skoda frystihúsid í ødrum enda bæjarins (hér kallast thad reyndar " fabrikkan") og gat thvi tekid til vid ad kanna hinn endann. Thar er ad finna ithrottasvædi bæjarins ásamt "teleportinu", en thad ku vera lendingarstadur thyrlunnar sem er hin leidin til thess ad komast til bæjarins. Á milli teleports og fabrikku liggur sidan bærinn Kuummiut med sínum risháu og litríku húsum, sumstadar mátti sjá hundagengi tjódrad og sleda í nánd, annarsstadar kannski nýtískulegri mótorknúna farskjóta lúrandi undir vegg í sólinni. Á firdinum voru menn á veidum á jullunum sínum, og thótt veidin sé kannski ekki eins og vid Íslendingar erum vanir, er thó alltaf hægt ad pilka upp einn og einn thorsk í sodid.
Skákkennsla hófst sídan um klukkan 15.00 ad stadartíma og var ánægjulegt ad sjá allnokkru fleiri nemendur heldur en í gær, og ekki vantar áhugann thó eirdin til thess ad sitja kyrr sé ekki alltaf jafnmikil. Allt fór thó vel fram og var einstaklega ánægjulegt ad upplifa áhuga og gledi nemendanna sem pældu í gegnum remis og pat og rækkemaat af dugnadi og skilningi. Líkt og í gær, naut kennarinn einstakrar hjálpar frá dugmiklum túlkinum Nauju og kennaranum Anders, sem kom eftir sinn eiginlega vinnutíma til thess ad adstoda.
Thegar skákkennslunni lauk var efnt til fjølteflis, thar sem hinir eldri af nemendunum tefldu á móti Ísmanninum Sigurdi Péturssyni og var teflt á 24 bordum. Ad thví loknu var námskeidinu slitid og eftir myndatøkur og thakkir voru nemendur leystir út med gjøfum.
Thá er komid ad lokum hér í Kuummiut og verdur siglt af stad áleidis til Kulusuk í fyrramálid til thess ad taka félagana sem thar starfa og flytja til Taasilaq, thar sem sídasti naglinn verdur rekinn ad thessu sinni í thá merkilegu byggingu sem er skákstarf Hróksins á Grænlandi.
kvedja frá Kuummiut, Kristinn Einarsson
Færsluflokkar
Spurt er
Tenglar
Grænlandsvinir
- Kalak Vinafélag Íslands og Grænlands
- Flugfélag Íslands Taktu flugið
- Penninn Styður starf Hróksins og félaga á Grænlandi!
- Íslenskt grænmeti Styður starf Hróksins og félaga á Grænlandi
- Henson Laaangflottastur!
- Bónus
- Cintamani Flottar flíkur í fimbulkulda
- Sögur útgáfa
- Actavis Hagur í heilsu
- Ísspor Verðlaunagripir
- Atlantsolía
- Fjallið Hvíta
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Stórkostlegt hjá ykkur. Við hjá Taflfélagi Vestmannaeyja fylgjumst vel með og bjóðum okkur fram til aðstoðar um leið og Krummi krunkar. Gauti.
Karl Gatuti (IP-tala skráð) 15.11.2006 kl. 08:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.