12.4.2009 | 14:56
Liðsmenn Hróksins á ísbjarnarslóðum
Hrafn Jökulsson skrifar frá 66. breiddargráðu:
Liðsmenn Hróksins, þeir Róbert Lagermann og Stefán Herbertsson, eru komnir heilir á húfi til afskekktasta þorps á Norðurlöndum, Ittoqqortoormit á Grænlandi, þar sem vegleg skákhátíð verður haldin næstu vikuna.
Þorpið Ittoqqortoormit er á austurströnd Grænlands, um 800 kílómetra norður af Kulusuk. Íbúar eru um 500, þar af á annað hundrað börn.
Þetta er þriðja árið í röð sem liðsmenn Hróksins heimsækja þorpið um páskana og hefur sannkölluð skákvakning orðið hjá ungu kynslóðinni.
Búið er að stofna skákfélag í bænum sem heldur uppi æfingum, og nú kunna langflest börn í Ittoqqortoormit að tefla. Skákin er kærkomin viðbót við félagslíf í þorpinu, þar sem einangrun og barátta við óblíð náttúruöfl setur svip á mannlífið. Ísbirnir eru aldrei langt undan, og má geta þess að ísbjarnarkvóti íbúa í þorpinu er upp á 30 dýr.
Kunnasti skákmaður Ittoqqortoormit er hinn 17 ára gamli Paulus Napatoq, heiðursfélagi Hróksins númer 11. Hann er blindur frá fæðingur, en var undrafljótur að tileinka sér skákina. Hann var heiðursgestur á minningarmóti Páls Gunnarssonar í Djúpavík 2008 og stóð sig með miklum sóma.
Liðsmenn Hróksins hófu að útbreiða skáklistina á Grænlandi sumarið 2003, og hátíðin núna markar upphaf að sjöunda starfsárinu meðal okkar næstu nágranna.
Færsluflokkar
Spurt er
Tenglar
Grænlandsvinir
- Kalak Vinafélag Íslands og Grænlands
- Flugfélag Íslands Taktu flugið
- Penninn Styður starf Hróksins og félaga á Grænlandi!
- Íslenskt grænmeti Styður starf Hróksins og félaga á Grænlandi
- Henson Laaangflottastur!
- Bónus
- Cintamani Flottar flíkur í fimbulkulda
- Sögur útgáfa
- Actavis Hagur í heilsu
- Ísspor Verðlaunagripir
- Atlantsolía
- Fjallið Hvíta
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kærar páskakveðjur ljónheppnu dýrðardrengir og skáksnillingar
embla optimisti (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 12:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.