Leita í fréttum mbl.is

Liðsmenn Hróksins á ísbjarnarslóðum

Ittoqqortoormit Hrafn Jökulsson skrifar frá 66. breiddargráðu:

Liðsmenn Hróksins, þeir Róbert Lagermann og Stefán Herbertsson, eru komnir heilir á húfi til afskekktasta þorps á Norðurlöndum, Ittoqqortoormit á Grænlandi, þar sem vegleg skákhátíð verður haldin næstu vikuna.

Þorpið Ittoqqortoormit er á austurströnd Grænlands, um 800 kílómetra norður af Kulusuk. Íbúar eru um 500, þar af á annað hundrað börn.

Þetta er þriðja árið í röð sem liðsmenn Hróksins heimsækja þorpið um páskana og hefur sannkölluð skákvakning orðið hjá ungu kynslóðinni.

Búið er að stofna skákfélag í bænum sem heldur uppi æfingum, og nú kunna langflest börn í Ittoqqortoormit að tefla. Skákin er kærkomin viðbót við félagslíf í þorpinu, þar sem einangrun og barátta við óblíð náttúruöfl setur svip á mannlífið. Ísbirnir eru aldrei langt undan, og má geta þess að ísbjarnarkvóti íbúa í þorpinu er upp á 30 dýr.

Paulus fagnar sigri í Klæðningarmótinu, stærsta mótinu sem við héldum.Kunnasti skákmaður Ittoqqortoormit er hinn 17 ára gamli Paulus Napatoq, heiðursfélagi Hróksins númer 11. Hann er blindur frá fæðingur, en var undrafljótur að tileinka sér skákina. Hann var heiðursgestur á minningarmóti Páls Gunnarssonar í Djúpavík 2008 og stóð sig með miklum sóma.

Liðsmenn Hróksins hófu að útbreiða skáklistina á Grænlandi sumarið 2003, og hátíðin núna markar upphaf að sjöunda starfsárinu meðal okkar næstu nágranna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kærar páskakveðjur ljónheppnu dýrðardrengir og skáksnillingar

embla optimisti (IP-tala skráð) 13.4.2009 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Leiðangursmenn

,,Við erum ein fjölskylda"
,,Við erum ein fjölskylda"

Fréttir af landnámi skákarinnar og starfi Hróksins og Kalak á Grænlandi.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband