Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011
31.3.2011 | 17:53
Kynning og keppni
Skáktrúboðarnir sem fara á vegum Hróksins þurfa að taka úr sér hrollinn heldur betur því ekki náðu þeir stórkostlegum árangri á léttu móti á vegum Skákakademíu Reykjavíkur í gærkvöldi, miðvikudagskvöld.
En þetta var skemmtileg stund og þau efnilegustu af yngri kynslóðinni öttu kappi gegn reynsluboltum. Eftirfarandi grein er skrifuð af Stefáni Bergssyni, framkvæmdastjóra Skákakademíunnar og birtist hún bæði á www.skak.blog.is sem og http://www.skakakademia.is/forsida/
Það var fjölskrúðugur hópur skákmanna- og kvenna sem lagði leið sína í Skákakademíuna í kvöld. Ungir og efnilegir krakkar í þjálfun hjá Akademíunni, þrír forsetar og framkvæmdastjóri, Grænlandsfarar og skákdrottningar svo sitthvað sé nefnt.
Eftir fáeinar vikur, á afmælisdegi Gary Kasparovs 13. apríl, fer fjögurra manna fríður hópur í vikuferð til Grænlands; Ittoqqortoormiit við Scorebysund, eitt allra afskekktasta þorp í heimi. Um 1000 kílómetrar skilja að hið tæplega 500 manna þorp og bæinn Kulusuk. Hrókurinn fór í fyrsta sinn á þennan stað árið 2007, og er þetta fimmta ferðin.
Tilefni ferðarinnar er það sama og áður; kynna og kenna skáklistina fyrir börnin í þorpinu. Til að leiða það verkefni hefur skákdrottningin Inga Birgisdóttir verið fengin til starfans. Ásamt henni verður Arnar Valgeirsson Vinjarforingi um borð, blaðakonan Hrund Þórsdóttir og hirðljósmyndari Hróksins Tim Vollmer. Lífið í Ittoqqortoormiit er fábreytt. Heimsóknir Hróksins eru ávallt hátíð í bæ og börnin fagna sendiherrum skáklistarinnar eins og sönnum hetjum, sem þeir eru.
Ferðin var vel kynnt í kvöld, svipmyndir frá fyrri ferðum sýndar og Arnar fararstjóri hélt tölu um ferðina fyrir viðstadda. Hrókurinn nýtur stuðnings nokkurra myndarlegra bakhjarla; Sveitarfélagið Sermersooq komune á Grænlandi veitti myndarlegan fjárstyrk, Eymundsson, Actavis, Bónus og Ísspor sjá svo um að gleðja krakkana með ýmis konar skemmtilegum vinningum og gjöfum.
Að lokinni kynningu á ferðinni var slegið upp léttri hraðskákmintu. Gunnar Björnsson var stóryrtur fyrir mótið; ég ætla að rústa þessu móti." Gunnar er traustur maður, stendur við orð sín; sex af sex til forsetans! Honum næstur kom Stefán Már Pétursson faðir Vignis Vatnars og í þriðja sæti kom forseti Hróksins Hrafn Jökulsson.
Úrslit:
Rk. | Name | Pts. | TB1 |
1 | Björnsson Gunnar | 6 | 20,5 |
2 | Pétursson Stefán Már | 4 | 23 |
3 | Jökulsson Hrafn | 4 | 21 |
4 | Stefánsson Vignir Vatnar | 3,5 | 22 |
5 | Jónsson Gauti Páll | 3,5 | 18,5 |
6 | Þorsteinsson Leifur | 3 | 22 |
7 | Bergsson Stefán | 3 | 19,5 |
8 | Friðriksson Rafnar | 3 | 17,5 |
9 | Ragnarsson Heimir Páll | 3 | 15,5 |
10 | Birgisdóttir Inga | 3 | 15 |
11 | Magnúsdóttir Veronika Steinunn | 2,5 | 14 |
12 | Valgeirsson Arnar | 2 | 14 |
13 | Vollmer Tim | 1,5 | 14,5 |
14 | Þórsdóttir Hrund | 0 | 15 |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.3.2011 | 21:20
Ævintýri í uppsiglingu!
Þann 13.apríl næstkomandi mun ég, ein kulvísasta og matvandasta manneskja sem ég "þekki", halda í vikuferð til Grænlands ...og get ekki beðið!
Ég hlakka til að kjamsa á rostungakjöti og láta rassinn á mér frjósa af, enda held ég að þetta verði sannkallað ævintýri! Ég er sem sagt blaðamaður og er svo ljónheppin að fá að ferðast með Hróknum til Ittoqqortoormiit til þess að kynna mér þetta merkilega verkefni Hróksmanna og auðvitað lífið í þessu afskekktasta þorpi á Norðurlöndunum (og þótt víðar væri leitað)!
Minn undirbúningur fyrir ferðina felst aðallega í að útvega birtingarrými fyrir greinarnar sem ég kem með heim úr ferðinni (tékk), hlakka til (tékk) og rifja upp mannganginn (í vinnslu, hahaha) ;) Svo útvegaði ég nokkur púsl frá gæðakonunum hjá Puzzled by Iceland enda er markmiðið að við komum færandi hendi út og púslin finnst mér rammíslensk og flott.
Við lopapeysan erum tilbúnar og nú er bara að telja niður..... eeiiinn, tveeeiiir, þríííír ... hætt'að telja, þett'er ÉG! *
Með tilhlökkunarkveðjum,
Hrund Þórsdóttir
* Þarna vottar fyrir galsa hjá mér, vonandi átta einhverjir sig á tilvitnuninni :P :D
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.3.2011 | 22:16
Páskaferð í undirbúningi
Undirbúningur ferðar til Ittoqqortoormitt - Scoresbysund - í fullum gangi og gengur vel. Fjórir trúboðar skákarinnar fara á vegum Hróksins að þessu sinni og stefna á magnaða ferð á magnaðan stað þar sem ísbirnirnir leika sér á ísilögðu fjöruborðinu.
Krakkarnir bíða komu sendiboðanna og ætla að tefla sem aldrei fyrr í páskafríinu sínu.
Ekki nóg með að stefnt sé á að ferðin verði sem glæsilegust því henni verða gerð góð skil, hér á hinum góða granna sem og í myndskreyttum greinum flottustu tímaritanna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Spurt er
Tenglar
Grænlandsvinir
- Kalak Vinafélag Íslands og Grænlands
- Flugfélag Íslands Taktu flugið
- Penninn Styður starf Hróksins og félaga á Grænlandi!
- Íslenskt grænmeti Styður starf Hróksins og félaga á Grænlandi
- Henson Laaangflottastur!
- Bónus
- Cintamani Flottar flíkur í fimbulkulda
- Sögur útgáfa
- Actavis Hagur í heilsu
- Ísspor Verðlaunagripir
- Atlantsolía
- Fjallið Hvíta
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar