Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2012
Leikgleđin var í ađalhlutverki ţegar leiđangursmenn Hróksins og Kalak blésu til fyrsta stórmótsins í Ittoqqortoormiit, einangrađsta ţorpi norđurslóđa. Ţar međ hófst páskaskákhátíđin, fimmta áriđ í röđ og er óhćtt ađ segja ađ skákin hafi slegiđ ćrlega í gegn í ţessum 470 bć, ţar sem ísbirnir eru einatt á vappi.
Keppt var í nokkrum aldursflokkum og í flokki 9 til 12 ára urđu Ivan, Niels og Didu í efstu sćtum eftir jafna og skemmtilega baráttu.
Í flokki 13 til 16 ára var keppendur skipt í tvo riđla vegna mikillar ţátttöku. Í A-flokki tefldu brćđurnir Sikkersooq og Aannquaq til úrslita, og ţar sigrađi sá fyrrnefndi eftir ćsispennandi skák sem vakti mikla athygli. Nćst komu Seth og Janu.
Í hinum flokkum urđu systurnar Sara og Sikkerninnguaq efastar og jafnar, og deildu gullverđlaunum.
Flokkur 17 ára og eldri var vel skipađur en táningurinn Emil Arge gaf engin griđ og sigrađi í öllum skákum sínum.
Helstu hjálparhellur viđ mótshaldiđ voru Knud Eliasson kennari og heiđursfélagi Hróksins, auk ţess sem viđ nutum dyggrar ađstođar hinnar ungu Sikkerninnguaq, sem er uppvaxandi skipuleggjandi ekki síđur en skákdrottning.
Frábćr byrjun á 70. breiddargráđu.
Í fyrramáliđ förum viđ í heimsókn í skólann, og allt skólalíf verđur lagt undir skáklistina. Seinnipartinn munu svo Hrafn Jökulsson og Stefán Bergsson tefla fjöltefli viđ börn og fullorđna og má búast viđ glens og gamni.
Bćjarbúar hafa tekiđ okkur tveimur höndum, enda er ţetta fimmta áriđ í röđ sem leiđ Hróksins og Kalak liggur til Ittoqqortoormiit. Heimsóknin núna markar jafnframt upphafiđ ađ tíunda starfsári Hróksins á Grćnlandi.
Ţađ er líka gaman ađ finna hve Grćnlendingar hafa Íslendinga í miklum hávegum og líta á ţá sem nánustu vini sína og samherja í heiminum.
Og viđ getum međ sanni sagt ađ ţađ eru forréttindi ađ eiga slíka nágranna, ţví ekkert land í heiminum jafnast á viđ Grćnland og fólkiđ hér er einstaklega velviljađ, hjálpsamt og elskulegt.
Áfram Grćnland!
Myndaalbúm frá fyrsta mótinu 2012!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:15 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Fćrsluflokkar
Spurt er
Tenglar
Grćnlandsvinir
- Kalak Vinafélag Íslands og Grćnlands
- Flugfélag Íslands Taktu flugiđ
- Penninn Styđur starf Hróksins og félaga á Grćnlandi!
- Íslenskt grænmeti Styđur starf Hróksins og félaga á Grćnlandi
- Henson Laaangflottastur!
- Bónus
- Cintamani Flottar flíkur í fimbulkulda
- Sögur útgáfa
- Actavis Hagur í heilsu
- Ísspor Verđlaunagripir
- Atlantsolía
- Fjallið Hvíta
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar