Leita í fréttum mbl.is

Ittoqqortoormiit, páskmót Hróksins og Tårnet, 2010

 

Hróksfólki finnst, þrátt fyrir aðstæður í þjóðfélaginu, eins og sagt er, nauðsynlegt að halda áfram því góða starfi sem unnið hefur verið á austurströnd Grænlands undanfarin ár. Ekki er annað hægt en að halda áfram samstarfinu við Knud Eliassen, kennara í Ittoqqortoormiit - Scoresbysundi -  og því góða fólki sem fer fyrir Tårnet skakklub, eða Hróknum, þar í bæ.

itto5Fáir bæir eru jafn einangraðir og hann. Á 66° breiddar er eini ferðamöguleikinn að taka þyrlu til einmannalegasta alþjóða flugvallar heims í Constable pynt og flugvél þaðan. 800 km eru í næsta bæ sem er Kulusuk og miklu styttra til Ísafjarðar!

Vestmannaeyingurinn Sverrir Unnarsson frá TV og Hróksmaðurinn Arnar Valgeirsson frá Skákfélagi Vinjar völdust sem sendiboðar að þessu sinni. Verða þeir í viku í þessum magnaða bæ, með sína 500 íbúa og ótrúlegan fjölda hunda, yfir páskana. Skólinn verður bara opinn á daginn og börnin koma þangað, enda fara þau ekki langt í páskafríinu og taka skákinni fagnandi.

Frá því að Hrafn Jökulsson safnaði her skáktrúboða í ferð til Qaqortoq árið 2003, hefur Hrókurinn staðið fyrir reglulegum ferðum til okkar góðu granna í vestri. Eftir þá fyrstu ferð hefur félagið einbeitt sér að austurströndinni þar sem félagslegar aðstæður eru síðri en annarsstaðar og einangrun meiri.

Skákin hefur slegið í gegn og eiga flest börn og unglingar í þorpunum austanmegin skáksett og hafa notið kennslu undanfarin ár. Á níunda tug þátttakenda hafa verið á Grænlandsmótum í Tasiilaq þegar Hróksmenn hafa verið þar á haustin og yfir 100 börn tóku þátt í jólamóti í grunnskólanum þar um árið.

Biskupinn í Tasiilaq, Riddarinn í Kulusuk og Hrókurinn í Scoresbysundi eru afrakstur skáklandnámsins hingað til og Biskupinn er sérstaklega virkur klúbbur með alvöru stjórn og heldur mót allt árið. Mikil tilhlökkun er hjá sendifulltrúum Hróksins, enda vissa um að skólastjórinn hann Gustav Martin Brandt og fyrrnefndur Knud taka vel á móti þeim. Börnin hafa byrjað að tefla fyrir þónokkru síðan, eða um leið og spurðist út að von væri á heimsókn. Þau ætla sér að vera klár þegar auglýst fjöltefli við Sverri skákmeistara fer fram. Í það minnsta tvö mót verða haldin og bestu þakkir fá þau sem gefið hafa vinninga og allskyns varning handa börnunum; Eymundsson, Actavis, Sandholt, Bónus og Arionbanki sjá til þess að öll börn sjái sig sem sigurvegara á mótunum. Flugfélag Íslands hefur ávallt reynst Hróknum vel í þessum ferðum og á miklar þakkir skilið.

sólin sest í ittoAð standa á þyrlupallinum í Ittoqqortoormiit eftir flug frá Reykjavík og magnaða þyrluferð, horfa yfir þennan magnaða bæ og ísilagt breiðasta sund í heimi, Scoresbysund, er algjörlega ógleymanlegt.

Brottför 31. mars.

pistlar settir inn eins reglulega og hægt er.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Leiðangursmenn

,,Við erum ein fjölskylda"
,,Við erum ein fjölskylda"

Fréttir af landnámi skákarinnar og starfi Hróksins og Kalak á Grænlandi.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband