Leita í fréttum mbl.is

páskaegg komin í hús og allt til reiðu

 

itto andriJæja, lítur út fyrir flott veður. Svona mínus fimmtán á daginn og tuttugu á nóttunni en heiðskírt. Búnir að senda helling af varningi þarna norðwestur eftir, vinninga og gjafir handa börnunum og okkur sýnist bara að allir þátttakendur á barnamótinu, í það minnsta, kræki sér í páskaegg því verið var að pakka þeim, næstum hundrað stykkjum, í blöð og bóluplast fyrir ferðina.

Sverrir Unnars, Vestmannaeyingurinn geðþekki, sem er skákmeistari ferðarinnar er spenntur eins og lítill skóladrengur sem á afmæli. Hann mun svo sannarlega ekki láta sitt eftir liggja og gott að fá svona öflugan mann í Grænlandsgengi Hróksins.

itto hrókurHef það fyrir satt að heimsóknir skákfólksins frá Íslandi sé hápunktur vetrarins hjá krökkunum þarna og gott að ná að halda góðum tengslum við bæjaryfirvöld, skólastjóra og hitta krakkana en nokkur þeirra koma einmitt í heimsókn í Kópavoginn í haust, ásamt á þriðja tug annara ellefu ára krakka frá litlu þorpum austurstrandarinnar til að læra að synda.

Þetta lítur aldeilis sallafínt út og Hrafn Jökulsson hefur haldið um taumana frá Trékyllisvík, þessi nútímatækni gerir allt mögulegt... Róbert Lagerman, hinn margreyndi Grænlandsfari hefur verið ferðalöngum innan handar og stjórnarmenn í KALAK, vinafélagi Íslands og Grænlands eru boðnir og búnir til aðstoðar. Þeir Skúli, Halldór og Stefán KALAKmenn eru magnaðir.

 

knud eliassenKnud Eliassen, kennari og heiðursfélagi Hróksins númer 12, mun dvelja meira og minna í skólanum í páskafríi sínu og aðstoða við skákina, orðinn snillingur í að snara upp mótum og sjá um skráningu, enda ekkert grín fyrir ferðalanga að stafa nöfnin rétt. Knud er að sjálfsögðu túlkur leiðangursmanna.

Enn og aftur bestu þakkir til; Eymundsson, Sandholt, Actavis, Bónus og Arionbanka fyrir að gera okkur það mögulegt að gleðja ungmennin í hinu einangraða Ittoqqortoormiit um páskana með því að færa þeim gjafir og útvega glæsilega vinninga.

Þetta styttist, brottför að morgni miðvikudagsin 31. mars.

Arnar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: ,,Við erum ein fjölskylda

Sælir amigos,

Velkomnir til Grænlands,

Fréttaþyrstir frónbúar bíða í eftirvæntingu eftir fyrstu frétt frá  Ittoqqortoormiit 2010, gangi ykkur allt í haginn,

Venlige hilse til ykkar og krakkanna í þorpinu,

DON ROBERTO

,,Við erum ein fjölskylda", 1.4.2010 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Leiðangursmenn

,,Við erum ein fjölskylda"
,,Við erum ein fjölskylda"

Fréttir af landnámi skákarinnar og starfi Hróksins og Kalak á Grænlandi.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband