4.4.2010 | 15:02
Glaður eyjapeyji
Að vakna á Páskadagsmorgni í Ittoqqortoormiit er alveg stórkostlegt. Líta út um gluggann og sjá þjóðfánann blakta við hún og neðar í götunni má sjá bjarndýraskinn strekkt á grind. Við félagarnir höfum nefnt hann til heiðurs fyrrverandi forseta Skáksambandsins. Litadýrð húsanna magnast upp í snævi þöktu umhverfinu og regluleg má heyra spangól sleðahundanna, sem skipta hundruðum í þessu afskekktasta þorpi Grænlands. Ótrúleg reynsla fyrir okkur venjulegu Íslendingana .Okkur er allsstaðar tekið vel og þegar við erum á ferðinni koma alltaf nokkrir krakkar til að spyrjast fyrir um hvenær verði teflt næst. Þegar við mætum í skólann er kominn biðröð fyrir utan og allir vilja vera fyrstir inn til að hefja baráttuna á reitunum 64. Þetta verkefni hefur gríðarlega gott orð af sér hér á staðnum og vonandi verður hægt að halda þessu áfram á komandi árum.Við Arnar erum nú búnir að vera hér í 4 daga og haft næg verkefni við kennslu og mótahald. Gleðin skín úr augum krakkanna og alveg ótrúlega margir sem eru frambærilegir í skáklistinni, miðað við hversu litla kennslu þau hafa haft. Í gær komu hátt í 50 manns í skólann, þó að veðrið hafi verið með versta móti. Nokkrir innan hópsins fengu það hlutverk að stjórna litlum mótum og reyndist það virkilega vel. Reynsla sem á eftir að koma sér vel.Tvö stærstu mótin eru eftir á morgun og þriðjudag. Þá má búast við miklum fjölda og verða allir leystir út með gjöfum og sigurvegararnir fá bikara og verðlaunapeninga.
Sverrir Unnarsson
Færsluflokkar
Spurt er
Hvað heitir höfuðborg Grænlands?
Tenglar
Grænlandsvinir
- Kalak Vinafélag Íslands og Grænlands
- Flugfélag Íslands Taktu flugið
- Penninn Styður starf Hróksins og félaga á Grænlandi!
- Íslenskt grænmeti Styður starf Hróksins og félaga á Grænlandi
- Henson Laaangflottastur!
- Bónus
- Cintamani Flottar flíkur í fimbulkulda
- Sögur útgáfa
- Actavis Hagur í heilsu
- Ísspor Verðlaunagripir
- Atlantsolía
- Fjallið Hvíta
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.