Stórkostlegur dagur á Grænlandi er að kveldi kominn: Ittoqqortoormiit iðar af skáklífi og í dag heimsóttum við grunnskólann og fórum yfir undirstöðuatriðin í 6. til 10. bekk.
Í fyrramálið er röðin komin að yngri bekkjunum, og góðu fréttirnar eru þær að hér um bil hvert einasta barn í þorpinu kann mannganginn.
Síðdegis var svo efnt til fjölteflis þar sem Stefán Bergsson og Hrafn Jökulsson tefldu við samtals 99 börn! Það þýðir að næstum öll börn í afskekktasta þorpi norðurslóða tóku þátt í fjölteflinu.
Gleðin var allsráðandi, og húrrahrópin voru einsog á heimsmeistaramóti þegar einhverjum tókst að ná jafntefli eða vinningi gegn íslensku gestunum.
Hrafn gerði jafntefli við Ib, Daniel og Seth en mátti lúta í gras gegn Sikkersoq. Stefán Bergsson var hinsvegar fórnarlamb glæsilegrar mátfléttu hins 13 ára Jeremiasar Madsen.
Í kvöld voru leiðangursmenn boðnir í mat til Napatoq-fjölskyldunnar, og þar var ljúffengt grænlenskt sauðnaut á borðum. Paulus Napatoq, sem varð tvítugur á dögunum, er íslenskum skákáhugamönnum að góðu kunnur.
Hann er blindur, en lærði að tefla í fyrstu heimsókn Hróksmanna til Ittoqqortoormiit fyrir fimm árum og tók þátt í Skákhátíð á Ströndum árið 2008. Faðir hans, Jaerus Napatoq, er einn af frægustu veiðimönnum Austur-Grænlands, og Nikoline kona hans matreiddi ljúffengan sauðnautsrétt fyrir hina íslensku gesti.
Grænlendingar eru miklir höfðingjar heim að sækja og okkur er hvarvetna tekið af mikilli hlýju og vinarhug.
Og náttúran sjálf er í hátíðarskapi: Veðrið er milt, stillt og kyrrt, og sólin er einráð á bláum himni.
Færsluflokkar
Spurt er
Tenglar
Grænlandsvinir
- Kalak Vinafélag Íslands og Grænlands
- Flugfélag Íslands Taktu flugið
- Penninn Styður starf Hróksins og félaga á Grænlandi!
- Íslenskt grænmeti Styður starf Hróksins og félaga á Grænlandi
- Henson Laaangflottastur!
- Bónus
- Cintamani Flottar flíkur í fimbulkulda
- Sögur útgáfa
- Actavis Hagur í heilsu
- Ísspor Verðlaunagripir
- Atlantsolía
- Fjallið Hvíta
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég er alveg dolfallinn yfir myndunum frá þessari ferð, frábært að heyra og lesa um skákæðið í þorpinu, DON ROBERTO biður fyrir kærri kveðju til allra þorpsbúa sem og skáktrúboða, feitt HÚRRA....
Róbert Lagerman (IP-tala skráð) 3.4.2012 kl. 01:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.