19.4.2007 | 23:40
hitt og þetta um grænland, löberen og tårnet
Ferðalangarnir þrír sem voru í Ittoqqortoormiit hér um daginn tóku ástfóstri við staðinn. Allir áttu þó ferðir að baki á austurströndina en höfðu þó ekki farið svo norðarlega. Verið er að vinna í að koma ferðasögunni myndskreyttri á prent. Það er semsagt pæling að heimsækja skákfélagið Tårnet þarna norðurfrá strax í haust, þó ekki fyrr en eftir að hópur manna, kvenna og barna hefur farið til Tasiilaq í ágúst að heimsækja skákfélagið Löberen - biskupinn - sem þar heldur til. Væntanlega verður þar stórkostlegt mót eins og undanfarin sumur.
Arnar hélt fyrirlestur um Grænland og ferðir Hróksins, sérstaklega þá nýjustur, á vinnustað sínum, Vin að Hverfisgötu, sem er eitt af athvörfum Rauða kross Íslands. Sem betur fer hafði hann Stefán Þór Herbertsson, formann vinafélags Íslands og Grænlands, KALAK, með sem andlegan stuðning og gott var að fá komment frá honum inn á milli því Arnar er nú enginn sérfræðingur, en það er hins vegar Stefán. Þau Óli og Írís áttu ekki heimangengt á þessum tíma enda rúmlega brjálað að gera og frítíminn, sem reyndar er enginn eða þannig, fer í að taka myndir á glæsta kameru og glænýja.
Fyrirlesturinn gekk alveg prýðilega þar sem myndir frá ferðum og plaköt grænlens héngu á veggjum og grænlenskir litlir fánar voru á víð og dreif (hafiði pælt í því hvað fáninn er flottur). Allir voru dolfallnir yfir myndunum enda litirnir og himininn og bara allt eins og í ævintýri, svei mér þá. Nú mun hugsanlega hefjast röð fyrirlestra og myndasýninga en saga landsins er stórmerkileg, landið er stórmerkilegt, fólkið er frábært og börnin stórkostlega dugleg. Þau Arnar, Óli, Íris, Hrafn Jökuls og Stefán Herberts, og fleiri, eru örugglega til í að vera með kynningu í máli og myndum á næstunni.
Góðir grannar í vestri, ekki nokkur spurning.
Færsluflokkar
Spurt er
Tenglar
Grænlandsvinir
- Kalak Vinafélag Íslands og Grænlands
- Flugfélag Íslands Taktu flugið
- Penninn Styður starf Hróksins og félaga á Grænlandi!
- Íslenskt grænmeti Styður starf Hróksins og félaga á Grænlandi
- Henson Laaangflottastur!
- Bónus
- Cintamani Flottar flíkur í fimbulkulda
- Sögur útgáfa
- Actavis Hagur í heilsu
- Ísspor Verðlaunagripir
- Atlantsolía
- Fjallið Hvíta
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.