14.8.2007 | 22:12
Skákhátíđ Hróksins og félaga á Grćnlandi hafin!
Skákhátíđ Hróksins og félaga á Grćnlandi hefst ţriđjudaginn 14. ágúst og stendur í viku. Hátíđir verđa í ţremur ţorpum á austurströnd Grćnlands og hápunkturinn verđur V. Alţjóđlega Grćnlandsmótiđ, Flugfélagsmótiđ 2007, sem haldiđ verđur í Tasiilaq helgina 18. og 19. ágúst.
Međal leiđangursmanna er hinn frćkna skáksveit Salaskóla í Kópavogi, sem í sumar varđ heimsmeistari grunnskóla. Ţá mun vaskur hópur Kátra biskupa úr Hafnarfirđi sjá um skákhátíđ í Kuummiit og liđsmenn Skákíţróttafélags stúdenta viđ Háskólann í Reykjavík slá upp skákhátíđ fyrir börnin í Kulusuk.
Á Flugfélagsmótinu 2007 verđur keppt um Grćnlandsbikarinn, en fyrri sigurvegarar eru meistararnir Luke McShane (2003), Jóhann Hjartarson (2004), Róbert Harđarson (2005) og Henrik Danielsen (2006).
Ţetta er fimmta áriđ í röđ sem liđsmenn Hróksins standa fyrir alţjóđlegu skákmóti á Grćnlandi. Fyrsta skákmótiđ í sögu Grćnlands var haldiđ í Qaqortoq sumariđ 2003 og viđ sama tćkifćri beittu liđsmenn Hróksins sér fyrir stofnun Skáksambands Grćnlands.
Skáklandnámiđ á Grćnlandi hefur gengiđ framúrskarandi vel. Síđustu fjögur árin hafa Hróksmenn einbeitt sér ađ starfi á Austur-Grćnlandi; međal nćstu nágranna Íslendinga í heiminum. Ţar er félagslegt ástand einna verst á Grćnlandi og ţví brýnt ađ fjölga gleđistundum hjá unga fólkinu.
Hrókurinn stendur ađ hátíđinni nú í samvinnu viđ Kalak, vinafélag Íslands og Grćnlands, Skákíţróttafélag stúdenta viđ Háskólann í Reykjavík, Káta biskupa frá Hafnarfirđi o.fl. Helstu bakhjarlar eru Flugfélag Íslands, Glitnir, Kópavogsbćr, Orkuveitan, Toyota, Íslenskt grćnmeti, Bananar o.fl.
Fćrsluflokkar
Spurt er
Hvað heitir höfuðborg Grænlands?
Tenglar
Grćnlandsvinir
- Kalak Vinafélag Íslands og Grćnlands
- Flugfélag Íslands Taktu flugiđ
- Penninn Styđur starf Hróksins og félaga á Grćnlandi!
- Íslenskt grænmeti Styđur starf Hróksins og félaga á Grćnlandi
- Henson Laaangflottastur!
- Bónus
- Cintamani Flottar flíkur í fimbulkulda
- Sögur útgáfa
- Actavis Hagur í heilsu
- Ísspor Verđlaunagripir
- Atlantsolía
- Fjallið Hvíta
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
héđan er allt gott ađ frétta. langur dagur hjá ungum heimsmeisturum í kulusuk í gćr en allir sprćkir og mikiđ ćvintýri. hér í tasiilaq höfum viđ veriđ ađ tefla seinnpartinn í skákhöllinni okkar, eđa félagsheimili stađarins.veđriđ er ţađ gott ađ mest höfum viđ veriđ fyrir utan hús. í fyrramáliđ mun Jóhanna Björg tefla fjöltefli viđ grunnskólanema í skólanum í frímínútum og verđum viđ ţar fyrir hádegi. seinnipartinn verđum viđ í félagsheimilinu og plönuđ eru mót fimmtudag og föstudag, toyota mótiđ og glitnis mótiđ. um helgina verđa allir í íţróttahöllinni ţar sem stóra mótiđ fer fram.
gengur vel hjá háskólanemum í kulusuk og kátir biskupar eru mćttir í kuummiit.
set međ auglýsingu sem hangir uppi í öllum verslunum og ţar til gerđum stöđum hér í tasiilaq. bestu kveđjur, Arnar Valgeirsson
skakuge i tasiilaq
15. – 19. August 2007
Vores islandske skakvenner er igen pĺ besřg i byen med 5 unge spillere som er verdensmester i skoleskak for 14-ĺrige og stormester Henrik Danielsen. Alle er velkommen til frit skakspil og skakundervisning i forsamlingshuset hele ugen. Torsdag er der TOYOTA-turnering til alle.
Fredag er der GLITNIR-turnering til břrn og unge.
Der bliver stor Greenland Open Skak Turnering i hallen i weekenden
med pokaler og medaljer til vinderne og mange prćmier til de bedste.
Tirsdag Skak i Forsamlingshuset kl. 16 – 21
Onsdag Skak i Forsamlingshuset kl. 16 – 21
Torsdag Skak i Forsamlingshuset kl. 15 – 21 Toyota-skakturnering til břrn og unge kl. 16 – 18 med mange prćmier!
Fredag Skak i forsamlingshuset kl. 16 – 21
GLITNIR-skakturnering kl. 17.
Alle kan vćre med! Mange flotte prćmier!
Lřrdag & Sřndag kl. 14 i HALLEN:
Greenland Open
FLUGFELAG ISLANDS Skak-Turnering
Alle kan vćre med til turnering. Der er pokaler og
medaljer til vinderne og prćmier til de bedste
deltagere.
,,Viđ erum ein fjölskylda", 14.8.2007 kl. 23:11
Ég sendi mínar bestu kveđjur, sérstaklega til Salaskólabarnanna. Góđa skemmtun!
Hrannar Baldursson, 15.8.2007 kl. 14:21
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.