19.8.2007 | 23:05
Björn Þorfinnsson sigraði á V. Flugfélagsmóti Hróksins á Grænlandi
Björn Þorfinnsson er Grænlandsmeistarinn 2007. Þátttökumet. Jóhanna Björg með gull í tveimur flokkum. Sigurvegararnir gáfu verðlaunin sín.
Björn Þorfinnsson sigraði á 5. alþjóðamóti Hróksins á Grænlandi, Flugfélagsmótinu 2007, sem lauk í Tasiilaq á sunnudag. Gríðarlega góð þátttaka var á mótinu og keppendur alls 84, sem er met. Róbert Harðarson varð í 2. sæti og Hrannar Jónsson hreppti bronsið.
Alls voru veitt verðlaun í fjórum flokkum. Dines Ignatiussen hlaut gullið í flokki heimamanna, Gabe Taunajik hlaut silfrið og Karl Peter Ale brons.
Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, sem í sumar varð heimsmeistari með sveit Salaskóla, sigraði bæði í kvennaflokki og ungmennaflokki. Í öðru sæti í ungmennaflokki varð Patrekur Maron Magnússon og Birkir Karl Sigurðsson varð þriðji. Embla Dís Ásgeirsdóttir hlaut silfrið í kvennaflokki og grænlenska stúlkan Fina Maratse varð þriðja.
Flugfélagsmótið fór fram í glæsilegri íþróttahöll í Tasiilaq og voru aðstæður einsog best gerist á alþjóðlegum skákmótum. Við verðlaunaafhendingu var mikill fögnuður, enda voru allir keppendur leystir út með glaðningi.
Sigurvegararnir voru í hátíðarskapi og vakti mikinn fögnuð þegar Jóhanna Björg gaf verðlaunin sem hún hlaut, forláta skáktölvu frá Pennanum, til eins af grænlensku keppendunum. Björn Þorfinnsson lét heldur ekki sitt eftir liggja, og gaf sigurlaunin, glæsilegan bikar frá Árna Höskuldssyni, til ungs og efnilegs grænlensks skákmanns.
Óhætt er að segja að skákhátíð Hróksins og félaga á Grænlandi 2007 hafi heppnast frábærlega. Grænlensk ungmenni hafa tekið skákinni tveim höndum og starf síðustu fimm ára er farið að skila verulegum árangri.
Alls tóku rúmlega 40 Íslendingar þátt í skákhátíðinni, sem náði til Tasiilaq, Kuummiit og Kulusuk.
Frábærri hátíð er lokið en skáklandnámið heldur áfram!
Færsluflokkar
Spurt er
Tenglar
Grænlandsvinir
- Kalak Vinafélag Íslands og Grænlands
- Flugfélag Íslands Taktu flugið
- Penninn Styður starf Hróksins og félaga á Grænlandi!
- Íslenskt grænmeti Styður starf Hróksins og félaga á Grænlandi
- Henson Laaangflottastur!
- Bónus
- Cintamani Flottar flíkur í fimbulkulda
- Sögur útgáfa
- Actavis Hagur í heilsu
- Ísspor Verðlaunagripir
- Atlantsolía
- Fjallið Hvíta
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 1574
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.