19.8.2007 | 23:05
Björn Ţorfinnsson sigrađi á V. Flugfélagsmóti Hróksins á Grćnlandi
Björn Ţorfinnsson er Grćnlandsmeistarinn 2007. Ţátttökumet. Jóhanna Björg međ gull í tveimur flokkum. Sigurvegararnir gáfu verđlaunin sín.
Björn Ţorfinnsson sigrađi á 5. alţjóđamóti Hróksins á Grćnlandi, Flugfélagsmótinu 2007, sem lauk í Tasiilaq á sunnudag. Gríđarlega góđ ţátttaka var á mótinu og keppendur alls 84, sem er met. Róbert Harđarson varđ í 2. sćti og Hrannar Jónsson hreppti bronsiđ.
Alls voru veitt verđlaun í fjórum flokkum. Dines Ignatiussen hlaut gulliđ í flokki heimamanna, Gabe Taunajik hlaut silfriđ og Karl Peter Ale brons.
Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, sem í sumar varđ heimsmeistari međ sveit Salaskóla, sigrađi bćđi í kvennaflokki og ungmennaflokki. Í öđru sćti í ungmennaflokki varđ Patrekur Maron Magnússon og Birkir Karl Sigurđsson varđ ţriđji. Embla Dís Ásgeirsdóttir hlaut silfriđ í kvennaflokki og grćnlenska stúlkan Fina Maratse varđ ţriđja.
Flugfélagsmótiđ fór fram í glćsilegri íţróttahöll í Tasiilaq og voru ađstćđur einsog best gerist á alţjóđlegum skákmótum. Viđ verđlaunaafhendingu var mikill fögnuđur, enda voru allir keppendur leystir út međ glađningi.
Sigurvegararnir voru í hátíđarskapi og vakti mikinn fögnuđ ţegar Jóhanna Björg gaf verđlaunin sem hún hlaut, forláta skáktölvu frá Pennanum, til eins af grćnlensku keppendunum. Björn Ţorfinnsson lét heldur ekki sitt eftir liggja, og gaf sigurlaunin, glćsilegan bikar frá Árna Höskuldssyni, til ungs og efnilegs grćnlensks skákmanns.
Óhćtt er ađ segja ađ skákhátíđ Hróksins og félaga á Grćnlandi 2007 hafi heppnast frábćrlega. Grćnlensk ungmenni hafa tekiđ skákinni tveim höndum og starf síđustu fimm ára er fariđ ađ skila verulegum árangri.
Alls tóku rúmlega 40 Íslendingar ţátt í skákhátíđinni, sem náđi til Tasiilaq, Kuummiit og Kulusuk.
Frábćrri hátíđ er lokiđ en skáklandnámiđ heldur áfram!
Fćrsluflokkar
Spurt er
Tenglar
Grćnlandsvinir
- Kalak Vinafélag Íslands og Grćnlands
- Flugfélag Íslands Taktu flugiđ
- Penninn Styđur starf Hróksins og félaga á Grćnlandi!
- Íslenskt grænmeti Styđur starf Hróksins og félaga á Grćnlandi
- Henson Laaangflottastur!
- Bónus
- Cintamani Flottar flíkur í fimbulkulda
- Sögur útgáfa
- Actavis Hagur í heilsu
- Ísspor Verđlaunagripir
- Atlantsolía
- Fjallið Hvíta
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.