Leita í fréttum mbl.is

Á leið til Ittoqqortoormiit fyrir páska..

Þá er komið að því...

Þann 12. mars fer fjögurra manna hópur á vegum Hróksins til nyrsta byggða bóls Austurstrandar Grænlands, Scoresbysunds eða Ittoqqortoormit.

Í samvinnu við hið kornunga skákfélag á þessum ríflega 500 manna stað, Tårnet (Hrókurinn), verður skákkennsla í grunnskólanum á staðnum, auk þess sem í það minnsta þrjú skákmót verða haldin.

 selskinn til þerris Fyrir réttu ári síðan fór þriggja manna leiðangur þarna norðureftir og tókst ferðin í alla staði vonum framar. Börnin tóku hinu íslenska skákfólki opnum örmum, enda ekki um margt að vera í páskafríinu þar sem staðurinn er mjög einangraður, 800 km í næsta bæ sem er kulusuk og ívið styttra að fara til Íslands.

Peter von Staffeldt, skólastjóri grunnskólans, hefur lofað að hafa skólann opinn fyrir skáklistina þó börnin verði komin í páskafrí og þeir Knud Eliasen, formaður Tårnet og Jörgen Thomsen, stjórnarmaður og sérlegur aðstoðarmaður Hróksmanna, eru farnir að undirbúa komu ferðalanganna.

Gustav Brandt, félagsmálafulltrúi bæjarins ætlar að sjá til þess að mótin gangi vel fyrir sig, bæði í skólanum og hinu nýja íþróttahúsi bæjarins, þar sem leiðangursmenn vonast til þess að hægt verði að halda glæsilegt mót á norðlægum slóðum, fyrir bæjarbúa alla.

Paulus Napatoq lærir reglurnar hjá Jörgen Thomsen  Heiðursfélagi Hróksins númer ellefu, Paulus Napatoq, blindur fjórtán ára piltur, verður að sjálfsögðu heimsóttur, en hann lærði að tefla í fyrra. Drengurinn er algjör snillingur og fer sinna ferða á hundasleða á veturna en á hjóli á sumrin og lætur sjónleysi ekki aftra sér frá því að taka fullan þátt í lífinu í Ittoqqortoormiit.

Þetta er tólfta ferðin til Grænlands á vegum Hróksins, þar sem skákgyðjan er kynnt innfæddum og samstarf landanna styrkt. Fyrsta ferðin var fyrir fimm árum síðan og hefur Hrókurinn einbeitt sér að austurströndinni þar sem lífið er nokkru harðara fyrir innfædda auk þess sem félagsleg vandamál eru töluverð og atvinnuleysi umtalsvert.

Svona ferðir eru ekki mögulegar nema með hjálp góðs fólks og stuðnings fyrirtækja, en Klæðning ehf studdi ferðalanga glæsilega og Glitnir, Góa, Henson, Húsasmiðjan og Borgarleikhúsið sjá til þess að allir fái glæsilega vinninga, bikara og verðlaunapeninga. Má vænta ósvikinna brosa á litlum andlitum með páskaegg í hönd..

 

Leiðangursmenn að þessu sinni eru þeir Robert Lagerman, Þórður Sveinsson, Andri Thorstensen og Arnar Valgeirsson, en allir hafa þeir tekið þátt í Grænlandsverkefni Hróksins áður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góða ferð!

Og endilega verðið duglegir að blogga.

kv sb

Sigrún B (IP-tala skráð) 7.3.2008 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Leiðangursmenn

,,Við erum ein fjölskylda"
,,Við erum ein fjölskylda"

Fréttir af landnámi skákarinnar og starfi Hróksins og Kalak á Grænlandi.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband