Leita í fréttum mbl.is

Ísbjörn á vappi við bæjarmörkin

BirnaRóbert Harðarson skrifar:

Fréttin fór eins og eldur í sinu um þorpið: Birna með tvo húna spókar sig nú við bæjarmörkin hér í Ittoqqortoormit.

Þetta vekur óttablandna virðingu í hjörtum skáktrúboða Hróksins, því það er ekki á hverjum degi sem við komust í nánd við konung norðursins -- eða í þessu tilviki drottninguna og peðin hennar.

Og þótt íbúar Ittoqqortoormit hafi kvóta upp á 30 ísbirni eru birnur með húna friðhelgar.

Ísbjörninn olli því að ekki var hægt að ná í okkur félagana á vélsleða á flugvöllinn á laugardaginn, en í staðinn fengum við dýrðlegt útsýnisflug með þyrlu.

Við reynum að láta birnuna ekki raska ró okkar. Framundan er skákhátíð Hróksins: Listasmiðja, þrjú skákmót, fjöltefli, kennsla og skáklottó!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: arnar valgeirsson

passa sig að bangsi bíti ekki í bossann á ykkur. vona að allt gangi að óskum og páskaeggin séu óbrotin.....

kveðja í

Ejnar Mikkelsenila Aluarpia

arnar valgeirsson, 14.4.2009 kl. 16:43

2 identicon

Sturlaðar skákstuðkveðjur frá Ísafirði!

Íris og Óli Kolbeinn

Íris Anna Randversdóttir (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 17:34

3 Smámynd: arnar valgeirsson

íris og óli eru sjúk í skák.

sjúk í skák.

í ittoqqortoormiit.

það geta ekki allir verið brolægger.

arnar valgeirsson, 14.4.2009 kl. 18:07

4 Smámynd: arnar valgeirsson

æ æ. ekki beit birna í rassinn á ykkur ef hún er komin á diskinn á elliheimililnu.

kannski þið fáið bita.

arnar valgeirsson, 16.4.2009 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Leiðangursmenn

,,Við erum ein fjölskylda"
,,Við erum ein fjölskylda"

Fréttir af landnámi skákarinnar og starfi Hróksins og Kalak á Grænlandi.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband