Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2006

Heldur bjartara yfir bænum Kuummiut

Thad var heldur en ekki bjart og fagurt um ad litast i Kuummiut í dag ad morgni thridjudagsins 14. nóvember, thegar brølt var á fætur í dagrenningu i húsi Sigurdar Péturssonar og hans ágætu konu, Mørtu Qupersimat.  Thar sem kennsla gat ekki hafist fyrr en eftir venjulegann skóladag, var, eftir ad hafa snætt morgunmat ad hætti hérlendra farid í ýmislegt sýsl med gestgjafanum, huga ad bátum og sækja gas til heimilishalds auk annarra útréttinga smálegra.

Thá var tekid til vid ad kanna bæinn i sólskininu, var búinn ad skoda frystihúsid í ødrum enda bæjarins  (hér kallast thad reyndar " fabrikkan") og gat thvi tekid til vid ad kanna hinn endann. Thar er ad finna ithrottasvædi bæjarins ásamt "teleportinu", en thad ku vera lendingarstadur thyrlunnar sem er hin leidin til thess ad komast til bæjarins. Á milli teleports og fabrikku liggur sidan bærinn Kuummiut med sínum risháu og litríku húsum, sumstadar mátti sjá hundagengi tjódrad og sleda í nánd, annarsstadar kannski nýtískulegri mótorknúna farskjóta lúrandi undir vegg í sólinni. Á firdinum voru menn á veidum á jullunum sínum, og thótt veidin sé kannski ekki eins og vid Íslendingar erum vanir, er thó alltaf hægt ad pilka upp einn og einn thorsk í sodid.

Skákkennsla hófst sídan um klukkan 15.00 ad stadartíma og var ánægjulegt ad sjá allnokkru fleiri nemendur heldur en í gær, og ekki vantar áhugann thó eirdin til thess ad sitja kyrr sé ekki alltaf jafnmikil. Allt fór thó vel fram og var einstaklega ánægjulegt ad upplifa áhuga og gledi nemendanna sem pældu í gegnum remis og pat og rækkemaat af dugnadi og skilningi. Líkt og í gær, naut kennarinn einstakrar hjálpar frá dugmiklum túlkinum Nauju og kennaranum Anders, sem kom eftir sinn eiginlega vinnutíma til thess ad adstoda.

Thegar skákkennslunni lauk var efnt til fjølteflis, thar sem hinir eldri af nemendunum tefldu á móti  Ísmanninum Sigurdi Péturssyni og var teflt á 24 bordum. Ad thví loknu var námskeidinu slitid og eftir myndatøkur og thakkir voru nemendur leystir út med gjøfum.

Thá er komid ad lokum hér í Kuummiut  og verdur siglt  af stad áleidis til Kulusuk í fyrramálid til thess ad taka félagana sem thar starfa og flytja til Taasilaq, thar sem sídasti naglinn verdur rekinn ad thessu sinni í thá merkilegu byggingu sem er skákstarf Hróksins á Grænlandi.

kvedja frá Kuummiut, Kristinn Einarsson             

 


Kuldalegt á leið til Kuummiit

Kristinn Pétursson skrifar frá Kuummiit. 

Í ísnumÞað var lagt af stað til Kuummiit upp úr hadegi á sunnudag, með viðkomu í Kulusuk til að taka föggur túlksins okkar, hennar Nauju. Aldeilis fín blíða, en ylgja í sjóinn sem framkallaði netta sjóveiki hja einhverjum farþeganna (þó ekki langsjóuðum skákkennaranum!)

Eftir stutt stopp i Kulusuk var lagt af stad upp til Kuummiut. Nu brá  hinsvegar við að brostid var á með snjókomu í viðbót við rökkrið, þannig að óvönum í grænlenskum innanskerjasiglingum þótti nóg um, en til allrar lukku og stórblessunar var kapteinn skútunnar enginn annar en hinn víðfrægi Ísmaður eda Ismanden, som han hedder her i byggda.

Nú tók við hartnær 3 tíma sigling í myrkri og snjókomu milli blindskerja og boða, og stundi bloggarinn svolítið inn í sig af feginleik thegar ljósin i Kummiiuut birtust eins og sannkölluð jólaljós í myrkrinu. Aldrei bregst hún skipstjórnin hans Sigurðar Péturssonar Ísmanns. 

Á mánudagsmorgun var síðan farið í skólann og skipulag dagsins skoðað með Mikkel skólastjóra, Nauju túlk og síðan uppdagaðist í skólanum að einn nýbyrjaður kennari hafði langa reynslu af skákkennslu fra Taasiilaq, og var hann því samstundis sjanghæjaður í liðið. 

Seinnipartinn hófst síðan kennsla eftir skólatíma og stóð framundir kvöldmat. Okkur var tekið með kostum og kynjum, og kom strax í ljós að flestir nemendurnir bjuggu vel að fyrri kennslu Hróksmanna, því lítið þurfti að tefja sig á manngangskennslu, en hægt að vinda sér beint í alvörumál. 

Allt gekk þetta vel og með börnin, undir styrkri stjórn Nauju var lítið mál fyrir bloggarann og hinn grænlenska skákkennara Anders að miðla vísdóminum. Á morgun verður haldið áfram á fullum dampi.

Kveðja frá Kuummiit,

Kristinn.  


Hlýir straumar í Tasiilaq

Síðla laugardags sigldum við frá Kulusuk áleiðis til Tasiilaq. þegar komið var til Tasiilaq fengum við smá smjörþef af grænlensku tímaskyni, við þurftum að bíða fjórar klukkustundir fyrir utan höfnina vegna þess að síðasta olíuskip sumarsins var að losa og höfnin lokuð.  Við komumst að lokum upp að bryggju, þar biðu John Cristiansen og fjölskylda hans eftir okkur.  Þau sáu um að keyra okkur og allt okkar hafurtask í íbúðina sem þau höfðu útvegað okkur.

Sunnudagurinn fór í að koma sér fyrir og seinnipartinn sigldi Kristinn ásamt túlknum okkar henni Nauju og ísmanninum til Kuummiut.

Við Björn létum fara vel um okkur og bjuggum okkur undir kennslu mánudagsins.

Manudagurinn rann upp veðrið stillt og smá snjókoma.   Í skólanum var okkur tekið með kostum og kynjum.  Við tókum þegar til óspilltra málanna og hófum kennsluna og gekk bara vel.

Í hvert sinn sem við birtumst var okkur tekið með gleðiópum og fögnuði.  Þegar við höfðum kynnt okkur með "Stefani-mi aterqapua , Björni-mi aterqapit" braust út hlátur vegna okkar klaufalegu tilraunum við að tala grænlensku.

Hvar sem við komum var okkur heilsað með hlýum handaböndum og faðmlögum, það er ljóst að við erum auðfúsugestir hér í Tasiilaq.

Í samtali við einn af sérkennurunum í sérkennslubekkjunum kom fram að sálfræðingarnir eru alveg hissa á að börnunum gengur vel að læra að tefla þó að þau nái litlum árangri í öðrum fögum.

Skák er góð

  

 

 


Líf og fjör í kulusuk; en Dauðinn aldrei langt undan

Kulusuk, sunnudagur 12.nóvember. 2006

Fórum snemma á fætur að grænlenskum tíma en heldur seint að íslenskum, tímamismunurinn er 3 tímar. Byrjuðum daginn á því að þiggja brauð og kaffi af höfðingjanum Lars Peter. Því næst var komið að fóðra hundana, en Lars gefur sínum níu hundum annan eða þriðja hvern dag. Sumstaðar er þeim ekki gefið nema einu sinni í viku. Ein tíkin hans er með mánaðargamla hvolpa og það sorglega blasti við að einn af fjórum hafði dáið um nóttina. En það voru  aldeilis fagnaðarlætin þegar hundarnir sáu í hvað stemmdi. MATUR! Ýlfrið og lætin voru þvílík, lá við blóðugum slagsmálum. Meira að segja litlu hvolparnir voru farnir að færa sig uppá skaftið.
Eftir herlegheitin með hundunum fórum við Óli í göngutúr um bæinn að bjóða góðan daginn. Fengum iðulega vinalega kveðju á móti.  Skunduðum niður á höfn og þar blasti við fengur dagsins, risaselurinn Snorri, ætli hann hafi ekki verið hátt í tveir metrar að lengd og ca 2x Óli í dúnúlpu að þykkt. Þvílíkt flykki! Tókum röltið frá höfninni og í gegnum bæinn. Hér er lítið um barnavagna eða kerrur, fólk notar snjóþotur og sleða, og ef þú rekst á kerru þá er hún á hvolfi grafin í fönn. Áfram héldum við og komum að sjónum hinum megin frá. Þar voru tveir ungir menn þesslegir að þeir ætluðu á veiðar, og jafn vel nýkomnir af veiðum líka því það var blóði drifin slóð frá sjónum og upp að landi. Hófst nú mikill undirbúningur fyrir skákkennslu mánudagsins.

 

ÍAR 


Kúlusúkk- klárlega málið!

Kulusuk, laugardaginn 11. nóv 2006

Jæja, þá er leiðangurinn aldeilis kominn á fullt skrið!
Á Reykjavíkurflugvelli byrjuðum við á því að heiðra prófessor Ágúst Einarsson, enda engin vanþörf á! Þá tók við tveggja tíma flug til Kulusuk flugvallar, en þar tóku á móti okkur Nauja Boassen, sem hafði verið túlkur Kátu biskupanna í hinum fræga Kuumiiut-leiðangri í ágúst, og Lars Peter skólastjóri í Kulusuk. Við tók hálftíma gangur frá vellinum í bæinn. Stefán Herbertsson reddaði póstbílnum undir farangurinn. Við skunduðum rakleiðis niður á höfn, þar sem hinn alræmdi Ísmaður (Sigurður Pétursson) beið okkar og fylltum bátinn hans af skákbúnaði og öllu því nauðsynlega góssi sem svona fyrirtæki þarf á að halda. Þvínæst vorum við boðin í te og kex til Lars Peter, sem sýndi okkur m.a ótrúlega hræðilega grænlenska gestaþraut sem enginn náði að ráða fram úr. (Þ.e að sjálfsögðu að Stefáni Herbertssyni undanskildum, en hann er refur og hefur sjálfsagt fengið lausnina hjá heimamönnum með einhverjum bellibrögðum) Að þessu loknu fórum við í skákhöllina og tókum púlsinn á birgðastöðunni, hentum því sem upp á vantaði í flaggskip skákinnrásarinnar; "Þyt". Þar kvöddu þeir Stefán, Björn og Kristinn, enda ekki stætt á því að hangsa í verkefni af þessu tagi! Munu þeir Stefán og Björn hafa ætlað til Taasilaq í frægðarferð til dýrðar skákgyðjunni, en Kristinn til Kuumiiut að vinna glæsta sigra! Við Íris urðum eftir í Kulusuk. Lars Peter hafði boðið okkur gistingu og tók nú við dýrindisveisla, enda komumst við fljótlega að því að Lars Peter kann ekkert að kokka nema einhverja snilld. Íslenska listakonan Ráðhildur snæddi með okkur, en hún dvelur í Kulusuk meðan verkefni hennar stendur yfir: að kvikmynda drauma fólks! Fórum við Íris nú fljótlega að leggja drög að okkar eigin draumförum.

OKG 


Leiðangur Hróksins og félaga til Austur-Grænlands

Kæti í KuummiitLaugardaginn 11. nóvember fer leiðangur á vegum Hróksins og félaga til Grænlands. Þrjú þorp á austurströndinni verða heimsótt næstu vikuna, efnt til kennslu í skólum og skákviðburða, auk þess sem heill árgangur barna á þessu svæði fær taflsett að gjöf.

Leiðangursstjóri er Stefán Herbertsson, formaður Kalak - vinafélags Íslands og Grænlands, og liðsmenn eru Ólafur Kolbeinn Guðmundsson, Íris Randversdóttir, Kristinn Einarsson, Björn Karlsson og Hrafn Jökulsson.

Flogið verður frá Reykjavíkurflugvelli til Kulusuk, og leggur Flugfélag Íslands til farmiða leiðangursmanna en FÍ hefur frá upphafi stutt ötullega við skáklandnám Hróksins á Grænlandi. Safnað var fyrir öðrum kostnaði við leiðangurinn með Maraþoni Vodafone og Hróksins í Kringlunni um sl. helgi, en þá tefldi Hrafn Jökulsson 250 skákir á 34 klst.

Í Kulusuk mun sjöundi liðsmaðurinn bætast í hópinn: Sigurður Pétursson veiðimaður og skipstjóri, sem býr í þorpinu Kuummiit.

Þau Ólafur og Íris verða í Kulusuk, Stefán, Björn og Hrafn verða í Tasiilaq og Kristinn siglir áfram með Sigurði til Kuummiit. Skákvika verður í grunnskólum þorpanna þriggja, og í lokin verður efnt til skólaskákmóts í Tasiilaq.

Um 70 börn á austurströndinni fá nú taflsett að gjöf, auk glaðnings frá vinum á Íslandi. Penninn, Vífilfell, Nói Síríus, Glitnir og fleiri leggja til verðlaun og vinninga.

Leiðangursmenn munu blogga á www.godurgranni.blog.is/ og setja inn ljósmyndir eftir föngum.


Leiðangursmenn

,,Við erum ein fjölskylda"
,,Við erum ein fjölskylda"

Fréttir af landnámi skákarinnar og starfi Hróksins og Kalak á Grænlandi.

Færsluflokkar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband