Bloggfćrslur mánađarins, apríl 2009
20.4.2009 | 10:54
OPIĐ HÚS OG BLINDSKÁK
Róbert Lagerman skrifar:
Opiđ hús var á lokadegi skákhátíđarinnar í Ittoqqortoormiit.
Ţá var margt brallađ, kennsla, krakkar tefldu
ćfingarskákir, og svo var lokahnykkurinn
blindskák, ţar sem Róbert tefldi blindandi viđ
sigurvegara opna skákmótsins ESAJAS.
Skákinni lauk lauk međ sigri Róberts eftir mikla baráttu ţar sem báđir keppendur léku drottningunum í opinn dauđann, en mikil stemmning var í kringum ţennan viđburđ, og myndađist stór hringur utan um einvígisborđiđ.
Skákhátiđinni er lokiđ, og vinsćlasta spurningin hjá krökkunum í ţorpinu var "Komiđ ţiđ ekki örugglega aftur á nćsta ári" Og viđ segjum ađ sjálfsögđu stórt JÁ, og viđ segjum líka ţúsund ţakkir til ykkar íbúar í Ittoqqortormiit,
GENS UNA SUMUS,
VIĐ ERUM EIN STÓR FJÖLSKYLDA.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:09 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
17.4.2009 | 16:59
OPNA ITTOQQORTOORMIIT SKAKMOTID 2009
Skákveislan i ITTOQQORTOORMIIT náđi hámarki i dag,
ţegar hátt i 50 börn og fullorđnir settust ađ tafli í skólanum
sem er ţungamiđja bćjarins ţessa vikuna.
Um leiđ og mótiđ hófst med fyrsta leiknum á efsta borđinu,
var ljóst ad allir i salnum voru komnir til ađ skemmta sér og
njóta skáklistarinnar.
Ţegar leid á mótiđ glumdu sigurópin um salinn ţegar
andstćđingurinn féll á tíma eđa varđ ađ játa sig mátađan.
Ţótt hin fínni tilbrigđi skáklistarinnar vćru yngstu ţátttakendunum
ekki alveg ljós, var sigurviljinn ekkert minni ţrátt fyrir ţađ.
Eftir mikla barattu stod ESAJAS ARQE uppi sem sigurvegari med 5.5 vinninga.
I 2-4 sćti urđu HANS-HENRIK ARQE, EMIL ARQE og AQQALU BROLUNd med fimm vinninga, og i 5-6 sćti urđu LOUIS ARQE OG DAN ARQE med 4.5 vinninga
Varaforseti Hróksins útdeildi veglegum gjöfum til allra keppenda,
ţannig ađ enginn fór tómhentur heim i dag.
Skákhatíđinni lýkur á morgun med skákkennslu Stefáns og Róberts og lokahnykkurinn verđur blindskák Roberts og Esajas.
Bloggar | Breytt 20.4.2009 kl. 23:23 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2009 | 11:34
Brosskákmótiđ í ITTOQQORTOOMIIT 2009
Ţađ var greinilegt ađ flestir af ţeim fjörtíu ţátttakendum
í barnaskákmótinu í dag ćtluđu sér ađ komast á verđlaunapall.Barist var af hörku á velflestum borđum, og ekkert gefiđ eftir,
en fyrst og síđast skein gleđin úr andlitum barnanna.SIKKERNINNGUAQ LORENTZEN, sem greinilega nytur hylli bćjarbua, tyllti sér á efsta ţrep verđlaunapallsins, viđ gífurlegan fögnuđ viđstaddra.
Ađ mótinu loknu tók viđ skáklottóiđ, ţar runnu út tíu vinningar viđ mikiđ lófaklapp, ţar sem allir áttu jafna möguleika.
Í miđju skákmóti var Stefán Herbertsson kallađur í símann en ţar var á ferđinni grćnlenska útvarpiđ.
Útvarpiđ hafđi fengiđ veđur af ţví ađ skákhátiđ vćri í gangi í ITTOQQORTOOMIIT og
Stefán gaf ţeim greiđ svör varđandi starf Hróksins á Grćnlandi undanfarin ár.
Fimmtándi apríl var sannkallađur dagur skákarinnar hér fyrir norđan 70 gráđu norđlćgrar breiddar.
Í efstu sćtum a skákmótinu urđu:
1-4
SIKKERNINNGUAQ LORENTZEN
ESAJAS ARQE
MIKIKI ARQE og
LEO BRONLUND
5 vinningar
5-13
ASSER SANIMUINAQ
PAULINE ANIKE
EMIL ARQE
KEVIN DANIELSEN
RUTH MADSEN
PETER DANIELSEN
BELINDA ARQE
ANTUSA MADSEN
SIVERT SANIMUINAQ
4 vinningar
14-15
JAKOB SANIMUINAQ og JEREMIAS MADSEN.
3.5 vinningar
Umhverfismál | Breytt 20.4.2009 kl. 23:31 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
14.4.2009 | 20:37
Fjörugt fjötefli!
Róbert Harđarson og Stefán Herbertsson skrifa:
Ţađ var handagangur í öskjunni í grunnskólanum í Ittoqqortormit í dag ţegar Róbert tefldi viđ 70 krakka af ţeim 120 sem eru í ţessum afskekktasta skóla á Norđurlöndum.
Allir ţátttakendur fengu pennaveski og ţau átta börn sem náđu jafntefli viđ meistarann fengu ađ auki páskaegg og íţróttatösku.
Ţađ er sem sagt rífandi gangur í skákhátíđ Hróksins. Helsta stođ okkar og stytta er Knud Eliasen, sem gerđur var ađ heiđursfélaga Hróksins í heimsókn okkar á síđasta ári.
Skákkunnátta međal barnanna er orđin mjög almenn, eftir heimsóknir Hróksmanna síđustu ţrjú árin, og móttökurnar hérna eru ólýsanlegar. Gleđin og ţakklćtiđ er mikiđ, og allir gera sitt til ađ láta okkur líđa einsog viđ séum heima hjá okkur. Skákin brúar sannarlega öll landamćri.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2009 | 20:24
Ísbjörn á vappi viđ bćjarmörkin
Fréttin fór eins og eldur í sinu um ţorpiđ: Birna međ tvo húna spókar sig nú viđ bćjarmörkin hér í Ittoqqortoormit.
Ţetta vekur óttablandna virđingu í hjörtum skáktrúbođa Hróksins, ţví ţađ er ekki á hverjum degi sem viđ komust í nánd viđ konung norđursins -- eđa í ţessu tilviki drottninguna og peđin hennar.
Og ţótt íbúar Ittoqqortoormit hafi kvóta upp á 30 ísbirni eru birnur međ húna friđhelgar.
Ísbjörninn olli ţví ađ ekki var hćgt ađ ná í okkur félagana á vélsleđa á flugvöllinn á laugardaginn, en í stađinn fengum viđ dýrđlegt útsýnisflug međ ţyrlu.
Viđ reynum ađ láta birnuna ekki raska ró okkar. Framundan er skákhátíđ Hróksins: Listasmiđja, ţrjú skákmót, fjöltefli, kennsla og skáklottó!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:26 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)
12.4.2009 | 14:56
Liđsmenn Hróksins á ísbjarnarslóđum
Hrafn Jökulsson skrifar frá 66. breiddargráđu:
Liđsmenn Hróksins, ţeir Róbert Lagermann og Stefán Herbertsson, eru komnir heilir á húfi til afskekktasta ţorps á Norđurlöndum, Ittoqqortoormit á Grćnlandi, ţar sem vegleg skákhátíđ verđur haldin nćstu vikuna.
Ţorpiđ Ittoqqortoormit er á austurströnd Grćnlands, um 800 kílómetra norđur af Kulusuk. Íbúar eru um 500, ţar af á annađ hundrađ börn.
Ţetta er ţriđja áriđ í röđ sem liđsmenn Hróksins heimsćkja ţorpiđ um páskana og hefur sannkölluđ skákvakning orđiđ hjá ungu kynslóđinni.
Búiđ er ađ stofna skákfélag í bćnum sem heldur uppi ćfingum, og nú kunna langflest börn í Ittoqqortoormit ađ tefla. Skákin er kćrkomin viđbót viđ félagslíf í ţorpinu, ţar sem einangrun og barátta viđ óblíđ náttúruöfl setur svip á mannlífiđ. Ísbirnir eru aldrei langt undan, og má geta ţess ađ ísbjarnarkvóti íbúa í ţorpinu er upp á 30 dýr.
Kunnasti skákmađur Ittoqqortoormit er hinn 17 ára gamli Paulus Napatoq, heiđursfélagi Hróksins númer 11. Hann er blindur frá fćđingur, en var undrafljótur ađ tileinka sér skákina. Hann var heiđursgestur á minningarmóti Páls Gunnarssonar í Djúpavík 2008 og stóđ sig međ miklum sóma.
Liđsmenn Hróksins hófu ađ útbreiđa skáklistina á Grćnlandi sumariđ 2003, og hátíđin núna markar upphaf ađ sjöunda starfsárinu međal okkar nćstu nágranna.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
12.4.2009 | 13:12
Páskar í Ittoqqortoormit 2009
Róbert Harđarson skrifar frá 70. breiddargráđu:
Eftir aftakaveđur undanfarna daga, heilsađi ITTOQQORTOORMIIT föruneyti Hróksins, ţeim Stefáni Herbertssyni og Róberti Lagerman, med heiđskíru, glampandi sólskini og 20 stiga frosti.
Ţađ skín eftirvćnting úr andlitum barnanna i ţorpinu fyrir komandi skákviku. Viđ hvern snjóskafl var staldrađ vid, og spjallađ um lífiđ og tilveruna viđ börn og fullorđna, a göngu okkar Stefáns um bćinn i gćr.
Hérna finnum vid mjög greinilega ađ skákin á sér alls engin landamćri. GENS UNA SUMUS: Viđ erum ein fjölskylda.
Viđ erum jafn eftirvćntingarfullir og börnin ađ takast á viđ ţetta skemmtilega verkefni, ađ viđhalda og auka skákţekkingu í afskekktasta ţorpi Norđurlanda -- og gera lífiđ skemmtilegra.
Viđ óskum öllum heima á Íslandi gleđilegra páska!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:40 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
Fćrsluflokkar
Spurt er
Tenglar
Grćnlandsvinir
- Kalak Vinafélag Íslands og Grćnlands
- Flugfélag Íslands Taktu flugiđ
- Penninn Styđur starf Hróksins og félaga á Grćnlandi!
- Íslenskt grænmeti Styđur starf Hróksins og félaga á Grćnlandi
- Henson Laaangflottastur!
- Bónus
- Cintamani Flottar flíkur í fimbulkulda
- Sögur útgáfa
- Actavis Hagur í heilsu
- Ísspor Verđlaunagripir
- Atlantsolía
- Fjallið Hvíta
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar