6.4.2010 | 18:36
rostungur i hádeginu sko
Mótid var snilld, fimmtíu og fjórir og gekk ofsa vel. Aqqalu Brönlund hafdi thad en meira um á morgun. Myndir og svona. Jaerus var ad bjóda okkur í rostung í hádeginu á morgun og vid sögdum bara já takk...
Undirbúningur fyrir brottför hafinn.
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2010 | 16:36
Heimsókn
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2010 | 16:32
fimmtíuogfjórir
54 taka nú thátt i páskamóti númer tvö. mótid er nú i fullu blasti og Knud og Sverrir eru sveittir en ég stekk í tölvuna í skólanum. Bilad stud ad venju.
En hér er hún Mia litla, gledigjafinn mikli. Algjörlega eldhress og syngur fyrir okkur og dansar. Tekid í Kap Tobin.
Svo eru hérna líka tvö svolítid einmana hús einmitt frá sama stad.
Spád gódu vedri á morgun og vćntanlega flug. Thau verda allavega ánćgd sem hafa verid vedurteppt hér í viku......
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2010 | 14:31
út um stofugluggann okkar
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2010 | 14:27
Páskamót Tĺrnet skakklub
Dagurinn í gćr var brilliant. Algjört Mćjorkaveđur og hátt í sextíu ţátttakendur á páskamóti númer eitt, en ţađ síđara er ţriđjudagseftirmiđdag.Upphaflega var meiningin ađ vera međ mót fyrir börn og unglinga en allir vildu vera međ ţannig ađ 44 tóku ţátt í ađalmótinu fyrir yngri en 18 ára og nokkuđ fćrri í hliđarmóti fyrir ţá eldri.Tefldar voru sjö umferđir og stjórnađi Knud Eliassen tölvuskráningu og mótshaldi í samstarfi viđ okkur piltana, Arnar og Sverri.
Eins og viđ var búist var stuđ og fjör en gekk ţó allt saman ótrúlega vel fyrir sig.Ţátttakendur voru semsagt frá sex ára til sautján og í stóra mótinu var aldurinn 18-32. Í eldri flokki hafđi aldursforsetinn Lars Simonsen sigur eftir harđa baráttu viđ Aqqalu Brönlund. Lars var međ 9 vinninga af 10 mögulegum og Aqqalu 8.
En bikarinn og gullpenininginn, auk ýmissa gjafa, hlaut hinn fjórtán ára Theodor Napatoq sem hlaut 6 vinninga af sjö. Sex vinninga hlutu einnig ţau Julian Anike og Sikkerninnguak Lorentzen, sex krakkar hlutu fimm vinninga, ţar á međal afmćlisdrengurinn Karl Napatoq sem veiddi kvöldverđ sendibođanna, en hann varđ sautján ára.
Kvöldverđarbođ var semsagt hjá eđalhjónunum Jaerus og Nicolinu, páskamoskuxi snćddur og heldur betur huggulegur endir á góđum degi. Heyrđum viđ símleiđis í Paulus, elsta syni ţeirra, sem vildi upplýsingar um mótiđ og sagđist hitta okkur í sumar á leiđ sinni til Ittoqqortoormiit. Ţó hann sé blindur hefđi hann örugglega komist á pall í mótinu, drengurinn er snilli.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:34 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2010 | 14:43
páskadagur i Ittoqqortoormiit
Páskadagurinn var mikill heimsóknardagur. Um morguninn kom vinur okkar Josef Napatoq, sem verđur fjórtán ára á föstudaginn. i spjall og ţó viđ höfum veriđ vinir í ţrjú ár, ţá var vináttan innsigluđ er hann mćtti í KA galla í gráu höllina okkar.
Veđriđ var ekki slćmt en meiningin hafđi veriđ ađ skreppa í hundasleđaleiđangur yfir í Kap Tobin og ţvi var frestađ vegna lélegs skyggnis. Ţví nćst komu ţeir félagar, John og Daniel, tíu og átta, til ađ óska okkur gleđilegra páska og ţiggja smá nammiveitingar. Voru ţeir ţvílíkt uppstrílađir og flottir og í svakastuđi.
Upp úr hádegi fórum viđ Sverrir til Knud Eliassen og Elnu konu hans til ađ komast á netiđ og setja inn greinar á grannan og facebook, kíktum svo í skólann ađ skođa birgđastöđuna. Kom ţá Jaerus Arqe, sem hefur eftirnafniđ Arqe ţó öll börnin sex hafi eftirnafniđ Napatoq eftir móđurfjölskyldunni, á snjósleđanum sínum og bauđ okkurí túr yfir í Kap Tobin. Ţađ var heldur betur ţegiđ og svo fór öll hersingin af stađ eftir ađ hafa klćtt sig í allskyns galla, flís og ullarpeysur, enda kallt á svona ferđalagi.Karl, nćstelsti sonur ţeirra hjóna sem er sautján ára i dag, annan í páskum, var ađ koma úr veiđiferđ ţar sem hann náđi sér i moskuxa og hefur okkur veriđ bođiđ í veislu í kvöld.
Paulus Napatoq er ađ verđa nítján og er í blindraskóla í Danmörku en hann er skáksnillingur og viđ sjáum hann ţví miđur ekki í ţessari ferđ. Ţrátt fyrir ađ eiga sex börn tóku hjónin ađ hana Miu litlu, sem er fimm ára, svona eins og ţađ vćri ekkert mál... Mia er snillingur og ótrúlega hress og passar nafniđ algjörlega viđ hana.En hersingin lagđi af stađ, ţrjú á sleđanum og sex stykki í sleđa í eftirdragi. Ţetta var ótrúlega magnađ, allir á útkíkki eftir ísbirni en miđađ viđ öll skinnin sem hanga um bćinn og í Kap Tobin ţá hafa ţeir veriđ ađ vćflast um sundiđ ađ undanförnu. En byssan var međ í för ađ sjálfsögđu, enda Jaerus međ varann á í fjölskylduferđ. Ţeir eru hćttulegir segja krakkarnir og viđ félagar rengjum ţađ ekki, enda skilur mađur ekki hvernig er ađ búa svona innan um hvítabirni bókstaflega.
Í Kap Tobin eru heitar laugar, áttatíu gráđu heitt vatn og skilst okkur ađ ţađ séu einu heitu laugar Grćnlands. Ţetta var ótrúleg sjón ţar sem ísbreiđan lá yfir ađ trítla allt í einu á steinum í gufubađi.
Ţegar heim var komiđ héldu ungir gestir áfram ađ streyma í heimsókn, svona til ađ tékka á ţví hvort viđ yrđum ekki örugglega klárir í mótiđ á morgun. Allir munu fá vinninga og bikarar og medalíur eru stofustáss í gráu höllinni og allir ćtla ađ reyna viđ bikarinn. Páskamót Tĺrnet Skakklub á mánudegi og Pásamót Hróksins á ţriđjudegi. Ţetta verđur stuđ og ţó hart sé barist ţá er gleđin algjörlega allsráđandi. Ţegar mađur horfir yfir hópinn og sér brosin á andliti krakkanna ţá er mađur sannfćrđur endanlega um ađ skákvćđingin á Grćnlandi, sem hefur veriđ ţorpum austurstrandarinnar, sé algjörlega máliđ. Fólkiđ sem býr hér segir ađ ţetta sé algjörlega máliđ. Krakkarnir spyrja eftir ţeim sem hafa veriđ í för áđur, Róberti Lagerman, Stefáni Herberts, Ţórđi Sveins, Andra Thorstensen, Óla Kolbeini og Írisi og muna nöfnin. Robbi er held ég frćgasti útlendingurinn í Ittoqqortoormiit eftir fjölteflin og mótin. Jamm, ţetta er sko máliđ.
og nú er bara ad grćja sig í mótid....
Bloggar | Breytt 6.4.2010 kl. 14:35 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2010 | 14:38
Tafl
Susse Josefsen er snilli. Hun er sex og hefur biladan áhuga á skák. med henni á myndinni eru Arnar Valgeirsson, Sivert, John og Mia. Bilad gaman í skákinni....
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2010 | 15:12
ţvílíkt fjör í grunnskólanum
Á föstudaginn langa buđu leiđangursmenn til matarveislu í gráu höllinni sinni. Knud Eliassen, ađalhjálparhella og Elna kona hans komu ásamt Jaerus sem á sjö börn í skákinni ţar sem fremstur í flokki hefur fariđ undanfarin ár hann Paulus Napatoq. Sá piltur er blindur en náđi ótrúlegum árangri á stuttum tíma og vann td 60 manna mót hér í skólanum ári eftir ađ hann lćrđi mannganginn. Paulus er nú staddur í Danmörku ţar sem hann gengur í skóla. Nicoline kona Jaerusar var í vinnu svo dóttir hans hún Doddi kom međ í veisluna. Doddi er besti vinur Dodda eđa Ţórđar Sveinssonar, eđallögmannsins sem var međ í för 2008.


Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2010 | 15:02
Glađur eyjapeyji


Sverrir Unnarsson
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2010 | 14:54
Kap Tobin
Knud Eliassen, kennari og formađur Tĺrnet, tók ţessa nýlega í Kap Tobin. Ittoqqortoormiit viđ Scoresbysundiđ í baksýn. Scoresbysund er breiđasta sund í heimi, 80 km, takk fyrir..
Bloggar | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
Fćrsluflokkar
Spurt er
Tenglar
Grćnlandsvinir
- Kalak Vinafélag Íslands og Grćnlands
- Flugfélag Íslands Taktu flugiđ
- Penninn Styđur starf Hróksins og félaga á Grćnlandi!
- Íslenskt grænmeti Styđur starf Hróksins og félaga á Grćnlandi
- Henson Laaangflottastur!
- Bónus
- Cintamani Flottar flíkur í fimbulkulda
- Sögur útgáfa
- Actavis Hagur í heilsu
- Ísspor Verđlaunagripir
- Atlantsolía
- Fjallið Hvíta
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar