Leita í fréttum mbl.is

Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2007

Kátir biskupar í Kuummiut

Fyrir skemmstu héldu Ketill Sigurđsson, Ţórđur Sveinsson, brćđurnir Hákon og Styrmir Svavarssynir og Snorri Guđbrandsson úr Kátu biskupunum til ţorpsins Kuummiut á austurströnd Grćnlands til ađ halda ţar skákhátíđ í grunnskólanum. Ţetta var í annađ sinn sem Kátu biskuparnir héldu til Kuummiut til ađ halda slíka hátíđ, en í ágúst 2006 fóru ţeir einnig ţangađ í sama skyni. Er ćtlunin ađ gera ţetta árlega og ţá í tengslum viđ skákhátíđ Hróksins í Tasiilaq, stćrsta bćnum á austurströnd Grćnlands ţar sem búa um 1.700 manns.

Lagt var í hann frá Reykjavíkurflugvelli ţriđjudaginn 14. ágúst síđastliđinn og flogiđ til flugvallarins á eyjunni Kulusuk. Ţegar ţangađ var komiđ var haldiđ rakleiđis til samnefnds ţorps ţar í grennd á pallbíl sem ferjađi bćđi farangur biskupanna kátu og ţá sjálfa. Í ţorpinu búa ríflega 300 manns og hafđi fríđur hópur međlima úr Skákíţróttafélagi stúdenta viđ Háskólann í Reykjavík komiđ ţangađ deginum áđur til ađ halda ţar skákhátíđ svipađa ţeirri í Kuummiut. Viđ bryggjuna í ţorpinu beiđ Sigurđur Pétursson ísmađur ásamt syni sínum á bátinum Ţyt. 

Á leiđ sinni til Kuummiut á báti ísmannsins dáđust Kátu biskuparnir ađ hinni hrikalegu náttúru Grćnlands. Fjöllin eru snarbrött og oddhvöss og sléttlendi nánast ekki neitt. Víđa eru jöklar í fjöllunum og snjóskafla má sjá niđur viđ sjávarmál ţótt komiđ sé langt fram á sumar. Gróđur er af skornum skammti, en ţó er sums stađar berjalyng og jafnvel grasfletir ţar sem jarđvegur er nćgur. 

Ţegar til Kuummiut var komiđ affermdu Kátu biskuparnir bátinn og ćtluđu ţví nćst ađ koma sér fyrir í ţorpinu. Ísmađurinn gekk eitthvađ upp í ţorpiđ og kom til baka innan tíđar ásamt konu sinni. Hann hafđi ekki góđar fregnir ađ fćra. Dauđsfall hafđi orđiđ í fjölskyldu skólameistarans og sorg grúfđi yfir ţorpinu. Taldi hann ósennilegt af ţessum sökum ađ unnt yrđi ađ halda mótiđ en sagđi Kátu biskupunum ađ ţeir gćtu svo sem reynt. Sáu ţeir ţann kost vćnstan og tjáđu ísmanninum ţađ. Sté hann ţá um borđ í bátinn ásamt konu sinni, leysti landfestar og mćlti ađ skilnađi: „Ég er farinn. Ţiđ verđiđ eftir.“

Ţví er ekki ađ neita ađ Kátu biskuparnir voru í nokkrum vafa um hvort ţeim tćkist ţađ ćtlunarverk sitt ađ halda skákhátíđ í grunnskóla ţorpsins. En ţeir fóru engu ađ síđur á stúfana og kom á daginn ađ skólinn taldi meira en sjálfsagt ađ halda hátíđina ţrátt fyrir sorgina sem grúfđi yfir bćnum. Kom skólameistarinn ađ máli viđ leiđangursmenn og var bođinn og búinn til ađ vera ţeim innan handar.

Var ţá ekkert ađ vanbúnađi. Ţar sem nokkuđ var liđiđ á daginn var ţó ekki unnt ađ hefja skákhátíđina strax, en ţess í stađ var fariđ í hús ísmannsins sem býr einmitt í Kuummiut. Hafđi hann léđ Kátu biskupunum lykilinn ađ húsinu svo ađ ţeir gćtu haft ţar nćturstađ. Komu biskuparnir kátu sér ţar fyrir og hófu ađ leggja drög ađ morgundeginum.

Nokkru eftir ađ skóla lauk ţann dag héldu ţeir sem leiđ lá í grunnskólann međ skáksett og skákskýringatjald til ađ halda kennslustund í skák. Gekk kennslan međ ágćtum, en túlkur úr ţorpinu ađ nafni Carl Christiansen túlkađi fyrir Kátu biskupana úr dönsku yfir á grćnlensku. Urđu börnin margs vísari.

Nćsta dag héldu Kátu biskuparnir skákmót í grunnskólanum sem var einkar vel sótt. Yfir 50 börn skráđu sig til ţátttöku og voru tefldar fimm umferđir eftir Monrad-kerfi. Hlutskarpastur varđ Sakćus Kalia, en í öđru sćti varđ stúlka ađ nafni Debo Qatsa. Fengu ţau bćđi bikar frá Hróknum ađ launum, en Sakćus fékk einnig skáktölvu. Bent Pivat lenti í ţriđja sćti og fékk hann verđlaunapening ásamt ţeim Sakćusi og Debo. Ţau tvö minnstu, sem ţátt tóku í mótinu, fengu líka pening. Var ţessum öllum fimm fagnađ gríđarlega af barnaskaranum.

Nú var starfi Kátu biskupanna í ţorpinu í raun lokiđ ađ öđru leyti en ţví ađ ţeir áttu eftir ađ afhenda grunnskólanum minnislykla frá Glitni. Ţađ gerđu ţeir daginn eftir og hugđust ţví nćst fá far međ fragtaranum Jóhönnu Maríu til Tasiilaq. Ađeins tólf farţegar mega fara međ skipinu og átta manns voru ţegar búnir ađ kaupa sér miđa. Ţađ merkti ađ einn kátur biskup gat ekki komist međ. Reynt var ađ semja um ađ allir fimm fengju far, en hvorki gekk né rak og í miđjum samningaviđrćđum voru landfestar leystar og Kátu biskuparnir skildir eftir á bryggjunni. Tekiđ skal fram ađ ţeir bera engan kala til skipshafnarinnar, enda var hér ţeirra eigin fyrirhyggjuleysi um ađ kenna og í sjálfu sér lítiđ sem skipshöfnin gat gert. Reglur eru jú reglur.

En nú voru góđ ráđ dýr. Hvađ skyldi til bragđs taka? Ađeins eitt var í stöđunni. Annađhvort yrđi einhver heimamađur fenginn til ađ skjótast međ ţá yfir til Tasiilaq eđa Kátu biskuparnir yrđu ađ dvelja í Kuummiut nokkra daga í viđbót. Tekiđ skal fram ađ Kuummiut er mjög fallegur stađur og ţar vćri vel hćgt ađ hugsa sér ađ búa. En ekki var til setunnar bođiđ. Innan nokkurra daga áttu Kátu biskuparnir bókađ flug frá Kulusuk til Reykjavíkur og ţeir urđu ţví ađ komast til Tasiilaq fyrr en síđar ţađan sem ísmađurinn myndi sigla međ ţá til Kulusuk.

Eftir nokkra stund tókst ađ fá mann til verksins gegn hóflegri greiđslu. Unglingspiltur var Kátu biskupunum mjög hjálplegur og hafđi um ţetta milligöngu. Var nú haldiđ af stađ til Tasiilaq á litlum, óyfirbyggđum plastbáti međ utanborđsmótor. Var ţetta hin skemmtilegasta sigling.

Dvöldust Kátu biskuparnir nú í Tasiilaq í nokkra daga og tóku ţátt í hinni glćsilegu skákhátíđ Hróksins sem ţar fór fram, en henni stýrđu ţeir Hrafn Jökulsson skákfrömuđur og Arnar Valgeirsson leiđangursstjóri Grćnlandsfara styrkri hendi. Ađ skákhátíđ Hróksins lokinni, eđa hinn 21. ágúst, var haldiđ heim á leiđ, fyrst međ báti ísmannsins til Kulusuk í nokkuđ úfnum sjó og ţví nćst međ flugi til Reykjavíkur. Hafa Kátu biskuparnir fyllsta hug á ađ halda aftur til Grćnlands, enda er ţar fallegt um ađ litast og fólkiđ vingjarnlegt. Mćttu fleiri Íslendingar leggja leiđ sína ţangađ.

Ţórđur Sveinsson

P.S. Myndir frá Kuummiut má sjá hér.


Björn Ţorfinnsson sigrađi á V. Flugfélagsmóti Hróksins á Grćnlandi

Björn Ţorfinnsson er Grćnlandsmeistarinn 2007. Ţátttökumet. Jóhanna Björg međ gull í tveimur flokkum. Sigurvegararnir gáfu verđlaunin sín. 

Björn Ţorfinnsson sigrađi á 5. alţjóđamóti Hróksins á Grćnlandi, Flugfélagsmótinu 2007, sem lauk í Tasiilaq á sunnudag. Gríđarlega góđ ţátttaka var á mótinu og keppendur alls 84, sem er met. Róbert Harđarson varđ í 2. sćti og Hrannar Jónsson hreppti bronsiđ.

Alls voru veitt verđlaun í fjórum flokkum. Dines Ignatiussen hlaut gulliđ í flokki heimamanna, Gabe Taunajik hlaut silfriđ og Karl Peter Ale brons.

Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, sem í sumar varđ heimsmeistari međ sveit Salaskóla, sigrađi bćđi í kvennaflokki og ungmennaflokki. Í öđru sćti í ungmennaflokki varđ Patrekur Maron Magnússon og Birkir Karl Sigurđsson varđ ţriđji. Embla Dís Ásgeirsdóttir hlaut silfriđ í kvennaflokki og grćnlenska stúlkan Fina Maratse varđ ţriđja.

Flugfélagsmótiđ fór fram í glćsilegri íţróttahöll í Tasiilaq og voru ađstćđur einsog best gerist á alţjóđlegum skákmótum. Viđ verđlaunaafhendingu var mikill fögnuđur, enda voru allir keppendur leystir út međ glađningi.

Sigurvegararnir voru í hátíđarskapi og vakti mikinn fögnuđ ţegar Jóhanna Björg gaf verđlaunin sem hún hlaut, forláta skáktölvu frá Pennanum, til eins af grćnlensku keppendunum. Björn Ţorfinnsson lét heldur ekki sitt eftir liggja, og gaf sigurlaunin, glćsilegan bikar frá Árna Höskuldssyni, til ungs og efnilegs grćnlensks skákmanns.

Óhćtt er ađ segja ađ skákhátíđ Hróksins og félaga á Grćnlandi 2007 hafi heppnast frábćrlega. Grćnlensk ungmenni hafa tekiđ skákinni tveim höndum og starf síđustu fimm ára er fariđ ađ skila verulegum árangri.

Alls tóku rúmlega 40 Íslendingar ţátt í skákhátíđinni, sem náđi til Tasiilaq, Kuummiit og Kulusuk.

Frábćrri hátíđ er lokiđ en skáklandnámiđ heldur áfram!


Metţátttaka á Grćnlandsmótinu 2007!

Metţátttaka er á V. Alţjóđlega Grćnlandsmótinu, Flugfélagsmótinu, og eru keppendur yfir 80. Tugir grćnlenskra barna setja mestan svip á mótiđ, sem fer fram í glćsilegri íţróttahöll Tasiilaq-bćjar á Austur-Grćnlandi. 

Pétur Jónasson er einn efstur međ 5 vinninga eftir fyrri daginn. Í öđru til fimmta sćti eru Róbert Harđarson, Hrafn Jökulsson, Björn Ţorfinnsson og Pétur Atli Lárusson međ 4,5 vinninga. Á morgun, sunnudag, verđa tefldar 5 umferđir til viđbótar og ţá kemur í ljós hver verđur fimmti Grćnlandsmeistarinn í skák.

 Flugfélagsmótiđ er hápunktur skákviku Hróksins og félaga á Grćnlandi og er óhćtt ađ segja ađ vel hafi tekist til. Kátu biskuparnir úr Hafnarfirđi héldu hátíđ fyrir börnin í Kuummiit, liđsmenn Skákíţróttafélags stúdenta viđ HR sáu um fjöriđ í Kulusuk, og hér í Tasiilaq voru heimsmeistararnir úr Salaskóla í fararbroddi, ásamt Henrik Danielsen og öđrum vöskum skáktrúbođum.

 Fjölmenn barnaskákmót voru haldin í ţorpunum ţremur í vikunni. Hér í Tasiilaq tóku 44 börn ţátt í Toyota-mótinu á fimmtudag og á föstudag tóku 66 ţátt í Glitnis-mótinu, sem haldiđ var í Skákhöll Hróksins í bćnum.

 


Rífandi gangur á austurströndinni

skakNú er allt í bullandi gangi í ţremur bćjum austurstrandar Grćnlands. Fjölmennt barnamót var haldiđ í Kulusuk í morgun og ađ sögn Andra Gunnarssonar úr Háskólanum í Reykjavík, sem ásamt fimm félögum sínum heldur uppi rífandi stemningu ţar, var hamingjan ósvikin hjá innfćddum og allir fengu fínar gjafir.

Ţórđur Sveinsson, sem fer fyrir leiđangri Kátra biskupa úr Hafnarfirđi í Kuummiit, segir allt ganga vel og stanslaus taflmennska í grunnskólanum ţar, ţrátt fyrir ađ fyrsti skóladagur hafi veriđ í gćr.

Hér í Tasiilaq gengur vel, Jóhanna Björg, einn hinna ungu heimsmeistara úr Salaskóla, tefldi fjöltefli í fyrri löngu frímínútum í skólanum í morgun og Páll í ţeim seinni. Áhugasöm ungmennin hafa heimsótt leiđangursmenn í Forsamlingshuset, eđa ţađ sem viđ köllum skákhöllina, seinnipart dags og svo er teflt í skólanum á morgnana.

Henrik Danielsen stórmeistari og Salaskólaheimsmeistarar munu vera međ kennslu ţar í kvöld og á morgun verđur barna og unglingamót, Toyotamótiđ.

Á föstudag verđur svo Glitnismótiđ sem er öllum opiđ og vćntum viđ ţess ađ ţetta verđi hin mesta upplifun, enda flott upphitun hjá öllum fyrir Flugfélagsmótiđ um helgina.

Nú ţessa stundina eru ţau Jóhanna, Birkir, Páll, Patrekur og Eiríkur úr Salaskóla í gönguferđ um Blómadalinn, međ ţeim Stefáni Herbertssyni formanni Kalak og Andra Thorstensen yfirljósmyndara ferđalanga og er veiđistöng međ í för.

Veđriđ hefur veriđ skínandi gott allan tímann og allir hressir. Á morgun bćtast um tólf manns viđ hópinn og á föstudag verđa 41 ferđalangar samankomnir í Tasiilaq.  Allt gengur ljómandi vel.

Bestu kveđjur, Arnar Valgeirsson

Myndin: Teflt fyrir utan félagsheimiliđ í Tasiilaq, eđa skákhöllina. Myndina tók Andri Thorstensen.


Skákhátíđ Hróksins og félaga á Grćnlandi hafin!


Skákhátíđ Hróksins og félaga á Grćnlandi hefst ţriđjudaginn 14. ágúst og stendur í viku. Hátíđir verđa í ţremur ţorpum á austurströnd Grćnlands og hápunkturinn verđur V. Alţjóđlega Grćnlandsmótiđ, Flugfélagsmótiđ 2007,  sem haldiđ verđur í Tasiilaq helgina 18. og 19. ágúst.

Međal leiđangursmanna er hinn frćkna skáksveit Salaskóla í Kópavogi, sem í sumar varđ heimsmeistari grunnskóla. Ţá mun vaskur hópur Kátra biskupa úr Hafnarfirđi sjá um skákhátíđ í Kuummiit og liđsmenn Skákíţróttafélags stúdenta viđ Háskólann í Reykjavík slá upp skákhátíđ fyrir börnin í Kulusuk.

Á Flugfélagsmótinu 2007 verđur keppt um Grćnlandsbikarinn, en fyrri sigurvegarar eru meistararnir Luke McShane (2003), Jóhann Hjartarson (2004), Róbert Harđarson (2005) og Henrik Danielsen (2006).

Ţetta er fimmta áriđ í röđ sem liđsmenn Hróksins standa fyrir alţjóđlegu skákmóti á Grćnlandi. Fyrsta skákmótiđ í sögu Grćnlands var haldiđ í Qaqortoq sumariđ 2003 og viđ sama tćkifćri beittu liđsmenn Hróksins sér fyrir stofnun Skáksambands Grćnlands.

Skáklandnámiđ á Grćnlandi hefur gengiđ framúrskarandi vel. Síđustu fjögur árin hafa Hróksmenn einbeitt sér ađ starfi á Austur-Grćnlandi; međal nćstu nágranna Íslendinga í heiminum. Ţar er félagslegt ástand einna verst á Grćnlandi og ţví brýnt ađ fjölga gleđistundum hjá unga fólkinu.

Hrókurinn stendur ađ hátíđinni nú í samvinnu viđ Kalak, vinafélag Íslands og Grćnlands, Skákíţróttafélag stúdenta viđ Háskólann í Reykjavík, Káta biskupa frá Hafnarfirđi o.fl. Helstu bakhjarlar eru Flugfélag Íslands, Glitnir, Kópavogsbćr, Orkuveitan, Toyota, Íslenskt grćnmeti, Bananar o.fl.



Leiðangursmenn

,,Við erum ein fjölskylda"
,,Við erum ein fjölskylda"

Fréttir af landnámi skákarinnar og starfi Hróksins og Kalak á Grænlandi.

Fćrsluflokkar

Nóv. 2024
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband