Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

sextíu barna áskorendaflokkur

Sverrir Unnarsson, sem í eina viku ber titilinn stórmeistari, tefldi fjöltefli við sextíu ungmenni í grunnskólanum í Ittoqqortoormiit, hinum magnaða bæ við Scoresbysund á austur Grænlandi  í dag.

Veðurblíðan hefur verið einstök, hitinn aðeins um mínus tíu gráður þó frostið hafi reyndar farið í 27 stig sl. nót!granni john með jafntefli

Krakkarnir eru óðir í að tefla, bíða í ofvæni eftir að skólinn opni í páskafríinu og heimsækja leiðangursmenn til að taka eina bröndótta.

 

Heimamenn eru afar ánægðir með framtak Hróksins sem sendir nú sendinefnd í fjórða sinn í röð yfir páskana og þegar hefur þeim verið boðið í kaffi og moskuxaveisla verður eftir helgina. Skinn af moskuxum, selum og bjarndýrum prýða útveggi húsa um allan bæ þar sem þau hanga til þerris og stemningin er aldeilis fín.

 Annars fengu Sverrir og Arnar úthlutað eldra og virðulegu húsi í eigu skólans, til að hafa yfir hátíðarnar. Það er snilldarbústaður og fer vel um piltana.Á laugardag verður haldin fjögurra tíma skákveisla og tvö mót verða haldin í samstarfi við Knud Eliassen, kennara í grunnskólanum og formann Tårnet, eða Hróksins, skákfélagsins sem stofnað hefur verið í bænum, strax eftir helgi. Allir þátttakendur munu fá vinninga, það er deginum ljósara þar sem fyrirtæki sem getið hefur verið í fyrri færslum, voru rausnargranni húsið okkarleg í garð barna í hinu einangraða Ittoqqortoormiit.

Þess má geta að Sverrir sá sig tilneyddan til að bjóða fimm ungmennum á aldrinum 8-22 ára jafntefli, þar sem þau stóðu heldur betur í meistaranum. Voru þau fljót að handsala samningnum, enda páskaegg í boði fyrir þau sem ekki töpuðu.


páskaegg komin í hús og allt til reiðu

 

itto andriJæja, lítur út fyrir flott veður. Svona mínus fimmtán á daginn og tuttugu á nóttunni en heiðskírt. Búnir að senda helling af varningi þarna norðwestur eftir, vinninga og gjafir handa börnunum og okkur sýnist bara að allir þátttakendur á barnamótinu, í það minnsta, kræki sér í páskaegg því verið var að pakka þeim, næstum hundrað stykkjum, í blöð og bóluplast fyrir ferðina.

Sverrir Unnars, Vestmannaeyingurinn geðþekki, sem er skákmeistari ferðarinnar er spenntur eins og lítill skóladrengur sem á afmæli. Hann mun svo sannarlega ekki láta sitt eftir liggja og gott að fá svona öflugan mann í Grænlandsgengi Hróksins.

itto hrókurHef það fyrir satt að heimsóknir skákfólksins frá Íslandi sé hápunktur vetrarins hjá krökkunum þarna og gott að ná að halda góðum tengslum við bæjaryfirvöld, skólastjóra og hitta krakkana en nokkur þeirra koma einmitt í heimsókn í Kópavoginn í haust, ásamt á þriðja tug annara ellefu ára krakka frá litlu þorpum austurstrandarinnar til að læra að synda.

Þetta lítur aldeilis sallafínt út og Hrafn Jökulsson hefur haldið um taumana frá Trékyllisvík, þessi nútímatækni gerir allt mögulegt... Róbert Lagerman, hinn margreyndi Grænlandsfari hefur verið ferðalöngum innan handar og stjórnarmenn í KALAK, vinafélagi Íslands og Grænlands eru boðnir og búnir til aðstoðar. Þeir Skúli, Halldór og Stefán KALAKmenn eru magnaðir.

 

knud eliassenKnud Eliassen, kennari og heiðursfélagi Hróksins númer 12, mun dvelja meira og minna í skólanum í páskafríi sínu og aðstoða við skákina, orðinn snillingur í að snara upp mótum og sjá um skráningu, enda ekkert grín fyrir ferðalanga að stafa nöfnin rétt. Knud er að sjálfsögðu túlkur leiðangursmanna.

Enn og aftur bestu þakkir til; Eymundsson, Sandholt, Actavis, Bónus og Arionbanka fyrir að gera okkur það mögulegt að gleðja ungmennin í hinu einangraða Ittoqqortoormiit um páskana með því að færa þeim gjafir og útvega glæsilega vinninga.

Þetta styttist, brottför að morgni miðvikudagsin 31. mars.

Arnar


Ittoqqortoormiit, páskmót Hróksins og Tårnet, 2010

 

Hróksfólki finnst, þrátt fyrir aðstæður í þjóðfélaginu, eins og sagt er, nauðsynlegt að halda áfram því góða starfi sem unnið hefur verið á austurströnd Grænlands undanfarin ár. Ekki er annað hægt en að halda áfram samstarfinu við Knud Eliassen, kennara í Ittoqqortoormiit - Scoresbysundi -  og því góða fólki sem fer fyrir Tårnet skakklub, eða Hróknum, þar í bæ.

itto5Fáir bæir eru jafn einangraðir og hann. Á 66° breiddar er eini ferðamöguleikinn að taka þyrlu til einmannalegasta alþjóða flugvallar heims í Constable pynt og flugvél þaðan. 800 km eru í næsta bæ sem er Kulusuk og miklu styttra til Ísafjarðar!

Vestmannaeyingurinn Sverrir Unnarsson frá TV og Hróksmaðurinn Arnar Valgeirsson frá Skákfélagi Vinjar völdust sem sendiboðar að þessu sinni. Verða þeir í viku í þessum magnaða bæ, með sína 500 íbúa og ótrúlegan fjölda hunda, yfir páskana. Skólinn verður bara opinn á daginn og börnin koma þangað, enda fara þau ekki langt í páskafríinu og taka skákinni fagnandi.

Frá því að Hrafn Jökulsson safnaði her skáktrúboða í ferð til Qaqortoq árið 2003, hefur Hrókurinn staðið fyrir reglulegum ferðum til okkar góðu granna í vestri. Eftir þá fyrstu ferð hefur félagið einbeitt sér að austurströndinni þar sem félagslegar aðstæður eru síðri en annarsstaðar og einangrun meiri.

Skákin hefur slegið í gegn og eiga flest börn og unglingar í þorpunum austanmegin skáksett og hafa notið kennslu undanfarin ár. Á níunda tug þátttakenda hafa verið á Grænlandsmótum í Tasiilaq þegar Hróksmenn hafa verið þar á haustin og yfir 100 börn tóku þátt í jólamóti í grunnskólanum þar um árið.

Biskupinn í Tasiilaq, Riddarinn í Kulusuk og Hrókurinn í Scoresbysundi eru afrakstur skáklandnámsins hingað til og Biskupinn er sérstaklega virkur klúbbur með alvöru stjórn og heldur mót allt árið. Mikil tilhlökkun er hjá sendifulltrúum Hróksins, enda vissa um að skólastjórinn hann Gustav Martin Brandt og fyrrnefndur Knud taka vel á móti þeim. Börnin hafa byrjað að tefla fyrir þónokkru síðan, eða um leið og spurðist út að von væri á heimsókn. Þau ætla sér að vera klár þegar auglýst fjöltefli við Sverri skákmeistara fer fram. Í það minnsta tvö mót verða haldin og bestu þakkir fá þau sem gefið hafa vinninga og allskyns varning handa börnunum; Eymundsson, Actavis, Sandholt, Bónus og Arionbanki sjá til þess að öll börn sjái sig sem sigurvegara á mótunum. Flugfélag Íslands hefur ávallt reynst Hróknum vel í þessum ferðum og á miklar þakkir skilið.

sólin sest í ittoAð standa á þyrlupallinum í Ittoqqortoormiit eftir flug frá Reykjavík og magnaða þyrluferð, horfa yfir þennan magnaða bæ og ísilagt breiðasta sund í heimi, Scoresbysund, er algjörlega ógleymanlegt.

Brottför 31. mars.

pistlar settir inn eins reglulega og hægt er.....


OPIÐ HÚS OG BLINDSKÁK

 Róbert Lagerman skrifar:

blindskak_004

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Opið hús var á lokadegi skákhátíðarinnar í Ittoqqortoormiit.

Þá var margt brallað, kennsla, krakkar tefldu

æfingarskákir, og svo var lokahnykkurinn

blindskák, þar sem  Róbert tefldi blindandi við 

sigurvegara opna  skákmótsins ESAJAS.

Skákinni lauk lauk með sigri Róberts eftir mikla baráttu þar sem báðir keppendur léku drottningunum í opinn dauðann, en mikil stemmning var í kringum þennan viðburð, og myndaðist stór hringur utan um einvígisborðið.

Skákhátiðinni er lokið, og vinsælasta spurningin hjá krökkunum í þorpinu var "Komið þið ekki örugglega aftur á næsta ári" Og við segjum að sjálfsögðu stórt , og við segjum líka þúsund þakkir til ykkar íbúar í Ittoqqortormiit,

GENS UNA SUMUS,

VIÐ ERUM EIN STÓR FJÖLSKYLDA.


OPNA ITTOQQORTOORMIIT SKAKMOTID 2009

Skákveislan i ITTOQQORTOORMIIT náði hámarki i dag,

þegar hátt i 50 börn og fullorðnir settust að tafli í skólanum

sem er þungamiðja bæjarins þessa vikuna.

Um leið og mótið hófst med fyrsta leiknum á efsta borðinu,

var ljóst ad allir i salnum voru komnir til að skemmta sér og

njóta skáklistarinnar.

Þegar leid á mótið glumdu sigurópin um salinn þegar

andstæðingurinn féll á tíma eða varð að játa sig mátaðan.

Þótt hin fínni tilbrigði skáklistarinnar væru yngstu þátttakendunum

ekki alveg ljós, var sigurviljinn ekkert minni þrátt fyrir það.

Eftir mikla barattu stod ESAJAS ARQE uppi sem sigurvegari med 5.5 vinninga.

I 2-4 sæti urðu HANS-HENRIK ARQE, EMIL ARQE og AQQALU BROLUNd med fimm vinninga, og i 5-6 sæti  urðu  LOUIS ARQE OG DAN ARQE med 4.5 vinninga   

Varaforseti Hróksins útdeildi veglegum gjöfum til allra keppenda,

þannig að enginn fór tómhentur heim i dag.

Skákhatíðinni lýkur á morgun med skákkennslu Stefáns og Róberts og lokahnykkurinn verður blindskák Roberts og Esajas. 

 

esaja


Fjörugt fjötefli!

SkákgleðiRóbert Harðarson og Stefán Herbertsson skrifa:

Það var handagangur í öskjunni í grunnskólanum í Ittoqqortormit í dag þegar Róbert tefldi við 70 krakka af þeim 120 sem eru í þessum afskekktasta skóla á Norðurlöndum.

Allir þátttakendur fengu pennaveski og þau átta börn sem náðu jafntefli við meistarann fengu að auki páskaegg og íþróttatösku.

Það er sem sagt rífandi gangur í skákhátíð Hróksins. Helsta stoð okkar og stytta er Knud Eliasen, sem gerður var að heiðursfélaga Hróksins í heimsókn okkar á síðasta ári.

Skákkunnátta meðal barnanna er orðin mjög almenn, eftir heimsóknir Hróksmanna síðustu þrjú árin, og  móttökurnar hérna eru ólýsanlegar. Gleðin og þakklætið er mikið, og allir gera sitt til að láta okkur líða einsog við séum heima hjá okkur. Skákin brúar sannarlega öll landamæri.

 


Ísbjörn á vappi við bæjarmörkin

BirnaRóbert Harðarson skrifar:

Fréttin fór eins og eldur í sinu um þorpið: Birna með tvo húna spókar sig nú við bæjarmörkin hér í Ittoqqortoormit.

Þetta vekur óttablandna virðingu í hjörtum skáktrúboða Hróksins, því það er ekki á hverjum degi sem við komust í nánd við konung norðursins -- eða í þessu tilviki drottninguna og peðin hennar.

Og þótt íbúar Ittoqqortoormit hafi kvóta upp á 30 ísbirni eru birnur með húna friðhelgar.

Ísbjörninn olli því að ekki var hægt að ná í okkur félagana á vélsleða á flugvöllinn á laugardaginn, en í staðinn fengum við dýrðlegt útsýnisflug með þyrlu.

Við reynum að láta birnuna ekki raska ró okkar. Framundan er skákhátíð Hróksins: Listasmiðja, þrjú skákmót, fjöltefli, kennsla og skáklottó!


Liðsmenn Hróksins á ísbjarnarslóðum

Ittoqqortoormit Hrafn Jökulsson skrifar frá 66. breiddargráðu:

Liðsmenn Hróksins, þeir Róbert Lagermann og Stefán Herbertsson, eru komnir heilir á húfi til afskekktasta þorps á Norðurlöndum, Ittoqqortoormit á Grænlandi, þar sem vegleg skákhátíð verður haldin næstu vikuna.

Þorpið Ittoqqortoormit er á austurströnd Grænlands, um 800 kílómetra norður af Kulusuk. Íbúar eru um 500, þar af á annað hundrað börn.

Þetta er þriðja árið í röð sem liðsmenn Hróksins heimsækja þorpið um páskana og hefur sannkölluð skákvakning orðið hjá ungu kynslóðinni.

Búið er að stofna skákfélag í bænum sem heldur uppi æfingum, og nú kunna langflest börn í Ittoqqortoormit að tefla. Skákin er kærkomin viðbót við félagslíf í þorpinu, þar sem einangrun og barátta við óblíð náttúruöfl setur svip á mannlífið. Ísbirnir eru aldrei langt undan, og má geta þess að ísbjarnarkvóti íbúa í þorpinu er upp á 30 dýr.

Paulus fagnar sigri í Klæðningarmótinu, stærsta mótinu sem við héldum.Kunnasti skákmaður Ittoqqortoormit er hinn 17 ára gamli Paulus Napatoq, heiðursfélagi Hróksins númer 11. Hann er blindur frá fæðingur, en var undrafljótur að tileinka sér skákina. Hann var heiðursgestur á minningarmóti Páls Gunnarssonar í Djúpavík 2008 og stóð sig með miklum sóma.

Liðsmenn Hróksins hófu að útbreiða skáklistina á Grænlandi sumarið 2003, og hátíðin núna markar upphaf að sjöunda starfsárinu meðal okkar næstu nágranna.


Páskar í Ittoqqortoormit 2009

Róbert semur um jafntefli í fjölteflinuRóbert Harðarson skrifar frá 70. breiddargráðu: 

Eftir aftakaveður undanfarna daga, heilsaði ITTOQQORTOORMIIT föruneyti Hróksins, þeim Stefáni Herbertssyni og Róberti Lagerman, med heiðskíru, glampandi sólskini og 20 stiga frosti.

Það skín eftirvænting úr andlitum barnanna i þorpinu fyrir komandi skákviku. Við hvern snjóskafl var staldrað vid, og spjallað um lífið og tilveruna við börn og fullorðna, a göngu okkar Stefáns um bæinn i gær.

Hérna finnum vid mjög greinilega að skákin á sér alls engin landamæri. GENS UNA SUMUS: Við erum ein fjölskylda.

Við erum jafn eftirvæntingarfullir og börnin að takast á við þetta skemmtilega verkefni, að viðhalda og auka skákþekkingu í afskekktasta þorpi Norðurlanda -- og gera lífið skemmtilegra.

Við óskum öllum heima á Íslandi gleðilegra páska!


Róbert Lagerman lyfti bikarnum á Greenland Open 2008.

Sextíu og fjórir þátttakendur skráðu sig til leiks á sjötta Greenland Open mótinu á austurströnd Grænlands sem fram fór í gær, laugardaginn 9. ágúst í íþróttahöllinni í Tasiilaq. Gríðarlega skemmtileg stemning myndaðist á mótinu þar sem íslenskir meistarar og áhugamenn, grænlenskir krakkar og nokkrir harðir danir börðust við borðin. Yngsti þátttakandinn var Aqqa Larsen sem er fimm ára og mætti í hverja skák eins og sannur veiðimaður, lék af miklum krafti og náði að leggja nokkra.

Mótið var að þessu sinni til heiðurs Sigurði "ísmanni" Péturssyni, sem verður sextugur í haust. Hann hefur um árabil búið í Kuummiut, fimm hundruð manna þorpi og siglt með sendinefndir Hróksins ófáar ferðirnar milli bæja, auk þess að hýsa þá sem haldið hafa uppi skáklífinu i Kuummiut.

Fyrir mótið var stjórn Löberen – biskupsins – skákfélaginu i Tasiilaq, þökkuð samvinnan og góðar mótttökur. Fengu stjórnarmenn íslenska tónlist í boði Smekkleysu og glæsilegt eðaltaflsett að gjöf, sem greinilega fyllti þá krafti því þeir veittu Íslendingunum harða keppni.

_MG_1068Tefldar voru níu umferðir eftir Monradkerfi þar sem umhugsunartíminn var 7 mínútur. Fyrir síðustu umferð var svo Sigurður kallaður á svið og hann hlaðinn gjöfum, íþróttagalla frá Henson, konfekti frá Sandholt, íslenskri tónlist og að auki fékk hann taflborð áritað af sjálfum Garry Kasparov.

_MG_1144Þegar upp var staðið voru þeir Róbert og Einar K. Einarsson efstir með 8,5 vinninga en Róbert nokkru hærri á stigum. Lagði hann Arnar Valgeirsson á fyrsta borði í síðustu umferð en Einar hafði sigur gegn Pétri Atla Lárussyni á öðru borði.

Veitt voru verðlaun fyrir efstu sæti hjá dömunum en þar kom í þriðja sæti Ingrid Kalia, í því öðru Saga Kjartansdóttir, andlit Hróksins í ferðinni og sú sem afhenti vinningana. Efst stúlkna varð Lea Ignatiussen og fékk hún glæsilega skáktölvu auk verðlaunapenings auðvitað.

Veitt voru verðlaun fyrir þá sem ekki voru í leiðangri Hróksins og þriðji varð Gaba Taunajik, annar hinn eitilharði kennari og meðstjórnandi Löberen, Hans Erik Larsen og efstur á palli sjálfur formaðurinn, Polle Lindt, sem stoltur tók á móti Kasparovborði og eðalköllum með gullmedalíu um háls. Náði hann fjórða sæti í mótinu sem er stórgóður árangur því margir öflugir skákmenn tóku þátt.

En þá voru það verðlaun fyrir efstu sætin: Spánverjinn öflugi Jorge Rodrigez Foncega náði bronsinu með sigri á Gunnari Frey Rúnarssyni í síðustu umferðinni, Einar K. Einarsson fékk silfrið og Róbert Lagerman, varaforseti Hróksins, fagnaði gullinu og lyfti glæsilegum bikar á loft við gríðarlegar undirtektir.

Svo var dregið um fimmtán happadrættisvinninga sem komu frá Henson, Smekkleysu og Sandholt, en ungur piltur hreppti þó glæsilega skáktölvu og brosti breitt.

Er Róbert þá sá eini sem hampað hefur bikarnum tvisvar á Greenland Open, en hann vann einnig 2005. Englendingurinn Luke McShane vann 2003, Jóhann Hjartarson 2004, Henrik Danielsen 2006 og forseti skáksambands Íslands, Björn Þorfinnsson í fyrra.

Ótrúleg veðurblíða hefur verið í Tasiilaq alla vikuna og engin lát eru á. Leiðangursmenn nota sunnudaginn til að fara í göngutúra um nágrennið þar sem náttúrufegurðin er engu lík, pakka niður og tefla við grænlensku krakkana sem koma í heimsókn og vilja meiri skák.

Eldsnemma í fyrramálið verður svo hoppað um borð í Þyt, fley Sigurðar ísmanns, sem kemur leiðangursmönnum til Kulusuk þar sem flogið verður með Flugfélagi Íslands, helsta styrktaraðila ferða Hróksins til Grænlands, heim til Reykjavíkur.

1-2 Róbert Lagerman (1) 2364 8.5
Einar K. Einarsson (3) 2100 8.5
3 Jorge Fonseqa (4) 2040 7
4 Polle Lind (38) 6.5
5-14 Gunnar Freyr Rúnarsson (2) 2120 6
Pétur Atli Lárusson (5) 2000 6
Arnar Valgeirsson (59) 6
Ásgeir Sandholt (48) 6
Hans Erik Larsen (36) 6
Guðmundur Valdimar Guðmundsson (14) 6
Gaba Taunajik (56) 6
Anders Pivat (47) 6
Konrad Larsen (34) 6
Mathias Kunuk (33) 6
15-17 Toby Sigurðsson (50) 5.5
Aqqaluk Johansen (19) 5.5
Hákon Svavarsson (53) 5.5
18-27 Atli Viðar Thorstensen (57) 5
Sigurður Ismand (61) 5
Jökull Arnarsson (8) 5
Dines Ignatiussen (15) 5
Age Konelionsen (27) 5
Josva Jörgensen (21) 5
Ásgeir Bergmann (11) 5
Ferdinand Mikaelsen (43) 5
Andri Thorstensen (58) 5
Hans Ib Kuitse (30) 5


« Fyrri síða | Næsta síða »

Leiðangursmenn

,,Við erum ein fjölskylda"
,,Við erum ein fjölskylda"

Fréttir af landnámi skákarinnar og starfi Hróksins og Kalak á Grænlandi.

Færsluflokkar

Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband